Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 15
HANNES SIGFUSSON Bókmenntir í blindgötu i yrir tæpu ári var ég beðinn að skrifa grein í ónefnt tímarit um skáldsagnagerð á Skandinavíu 1958. Mér varð fljótlega Ijóst að efnið var of yfirgripsmikið til að hægt væri að gera því skil í stuttri grein, þessvegna klauf ég þriðjunginn af og tók fyrir norskar skáldsögur, en þeim er ég kunnugastur. Brátt kom þó á daginn að efnið hjaðnaði í höndum mér, unz ég stóð eftir með tvær hendur tómar, eða því sem næst. Ég sá fram á að ef nokkuð yrði úr greininni myndi hún verða safn fúkyrða um slæmsku norskra bókmennta þess árs, þess- vegna hætti ég við hálfnað verk. Nú tek ég hinsvegar þráðinn upp að nýju, vegna þess að við nánari at- hugun þykir mér dæmi norskra skáld- sagna 1958 varpa nokkru ljósi á hina almennu niðurlægingu vestrænna hókmennta nú hin síðari ár. Það má ef til vill segja, að heppilegra væri að beina athyglinni að bókmenntum stórþjóðanna, Bandaríkjanna, Frakk- lands og Englands, — að kjarni máls- ins kæmi þá betur í ljós. Hinsvegar standa norskar bókmenntir okkur ís- lendingum nær, þær eru verk smá- þjóðar sem á við svipuð vandamál að glíma og við, og kynni því að vera að finna mætti nokkurn jöfnuð með þeim og íslenzkum samtímabókmennt- um; jafnframt því sem skáldsagna- gerð Norðmanna er nokkuð trúverð- ug spegilmynd af andlegri reisn vest- rænna rithöfunda í dag. Einnig mætti kannski spretta fingr- um að því, að ég leyfi mér að draga almennar ályktanir af bókmenntaaf- urðum aðeins eins árs, 1958. En að mínu viti eru norskar skáldsögur þess árs ekki einangrað fyrirbæri, auk þess sem ég hef fyrir því prentuð orð norska bókmenntafræðingsins Mögdu Koch Thomassen, að þær séu hvorki betri né verri en tíðkazt hafi þar í landi á undanförnum árum, þær séu einmitt mjög einkennandi fyrir öll eftirstríðsárin. Hún segir ÍVinduet 4. hefti 19581: „Því er jafnan haldið fram um okk- ar tíma, að þeir einkennist af feigðar- spám, þrúgandi einhæfingu, upplausn og öngþveiti. Einmanaleiki, ótti og 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.