Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 59
H VITRAMANNALAND Atlantshaf og komust til Færeyja, ís- lands og að öllum líkindum einnig til Grænlands og Ameríku, og á hinn bóginn er við þær aukið hugmyndum úr kristnum bókmenntum Evrópu. Hér á því svipað við og um íslenzkar frásagnir af Vínlandi, að innlendar frásagnir og útlendur lærdómur hafa orðið sagnahöfundum að yrkisefni. 2 I Eiríks sögu rauða og Landnáma- bók er getið um Hvítramannaland. Þótt freistandi sé að ætla, að sam- band sé á milli þess og Hvítramanna- lands í írskum sögum (Tír na bhFer bhFionn), verður hér leitazt við að skýra uppruna nafnsins á annan veg. Um irsk áhrif á íslenzkar sögur verð- ur bezt að fara varlega. Engar heim- ildir eru fyrir því, að íslendingar hafi nokkurn tíma verið læsir á írsku, enda væri slíkt ósennilegt. Hins vegar má vel A'era, að einstök atriði hafi borizt munnlega frá írlandi og slæðzt inn í íslenzkar sögur. Og enn verður að gera ráð fyrir því, að latnesk rit um írsk efni hafi getað borizt til ís- lands. Þegar er getið um Brendans sögu. Hugsanlegt er, að frásögn Njálu af Brjánsbardaga styðjist við Brjáns sögu, sem sennilega hefur þegið ná- kvæmar lýsingar af bardaganum úr riti á latínu. Frásögn Eiríks sögu af Hvítra- mannalandi er á þá lund, að þeir Karlsefni og félagar hans koma til Marklands á leið sinni frá Vínlandi. Þar finna þeir Skrælinga, taka tvo sveina þeirra, kenna þeim mál og skíra þá. Um Skrælingasveinana seg- ir síðan í sögunni: „Þeir sögðu þar liggja land öðrum megin, gagnvart sínu landi, er þeir menn byggðu, er voru í hvítum klœðum og báru stang- ir fyrir sér, og voru jestar við jlíkur og œptu hátt, og cetla menn, að það haji verið Hvítramannaland eða ír- land hið mikla.“ Það má heita furðu mikil trúgirni, þegar fræðimenn á vorum dögum telja frásögn þessa vera trausta heim- ild um kynni þeirra Karlsefnis af íbú- um Ameríku. Hugmyndin, sem hér kemur fram um Hvítramannaland, mun vera af allt öðrum toga, eins og síðar verður rakið. En áður en það verði gert, er rétt að hyggja að frá- sögn Landnámabóka. Kafli sá, sem fjallar um landnám á Reykjanesi við Breiðafjörð, gerir fyrst grein fyrir Úlfi skjálga, sem nam þar land, og síðan segir af afkomend- um hans um nokkra ættliði. Sonur Ulfs var Atli hinn rauði, sem var fað- ir Más, föður Ara. Allir bjuggu þeir feðgar á Reykhólum, og jörðin hélzt í ætt þeirra um beinan karllegg fram á daga Ingimundar Einarssonar, prests og rithöfundar, sem þar bjó á fyrra hluta 12. aldar. Þeir hngfeðgar voru goðorðsmenn, en Ingimundur gaf goðorð sitt Þorgilsi Oddasyni. Ari Másson mun hafa verið uppi á TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 49 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.