Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 88
TIMARIT MALS OG MENNINGAR uðin opinberlega sett undir vald stjórnar- innar. Flokknr sá sem var myndaður upp úr Pathet-Lao hlaut nafnið Neo-Lao-Haksat. 4. maí 1958 eru háðar aukakosningar í landinu. Kjósa á 21 þingmann. Neo-Lao- Haksat og annar vinstriflokkur, Santiphab, liljóta 11 sæti. Þessi sigur kemur mönnum því meir á óvart sem frambjóðendur hægri- flokkanna höfðu notið allskonar hagræðis af hendi yfirvaldanna. Mesta hættan stafar af sigri vinstriflokkanna í borgunum. I liöfuðhorginni Vientiane fékk Souphannou- vong prins meira en 38.000 atkvæði af 80.000. Næstur á eftir honum kemur fram- hjóðandi Santiphab-flokksins. Vinstriflokk- arnir tveir fá meira en tvo þriðju atkvæða. Oðar grípur skelfingin um sig í bandar- íska sendiráðinu og hjá þeim stjórnmála- samtökum sem eru andvíg sáttastefnu for- sætisráðherrans. Þau litu á hugtakið ríkis- stjórn sem jafngilt hugtakinu riki, og töldu sérhverja stjórnarandstöðu uppreisn, ef leit út fyrir að hún kynni að valda breytingu á núverandi skipun, þ. e. a. s. skipta um menn á valdastólum Skömmu eftir kosningarnar ákváðu nokkrir ungir menn, sem enn höfðu ekki átt hlutdeild að neinni ríkisstjórn, að stofna þjóðlega endurnýjunarhreyfingu. Tveir starfsmenn í sendiráði Laos í Washington virðast hafa beitt sér fyrir því að stofna þessa hreyfingu, sem þeir hugsuðu sér frek- ar sem samtök embættismanna en raun- verulegan stjórnmálaflokk. Bandaríkjamenn veita þessari hreyfingu undireins stuðning, og ekki er fráleitt að þeir hafi átt fruni- kvæðið að því að hún væri stofnuð. Á fá- eintim vikum er mynduð Varnarnejnd þjóS- arhagsmuna. Ætlunarverk hennar er ekki fyrst og fremst að sameina andkommúnist- iska krafta, lieldur að ná völdum í landinu, og hreyta stjórnarstefnunni í ameríska átt. Kriifur þessarar nefndar, ásamt hótun Bandaríkjanna um að liætta efnahagshjálp- iiini, valda því að Souvanna Phouma segir af sér í júlí 1958. Neo-Lao-Haksat er því næst borið þeim sökum að það sé að und- irhúa stjórnarbyltingu. Með því móti tekst að koma í veg fyrir að það taki þátt í nýrri stjórnarmyndun, með því móti tekst einnig að sannfæra Bandaríkjamenn um að þeir liafi veðjað á rétta menn. Fjórir meðlimir „þjóðarhagsmunanefndarinnar" fá sæti í ríkisstjórninni undir forsæti Phoui Sanan- ikone. Souvanna Phouma hefði gjarnan viljað veita viðnám þvinguninni sem hann var beittur úr tveim áttum, en þá hefði hann orðið að geta treyst því að fá f járhagslegan stuðning annarsstaðar en í Ameríku. En Frakkar neituðu um þann stuðning. Bandaríkjamenn hafa nú töglin og hagld- irnar í stjórn Laos. Fyrsta stjómarráðstöf- unin snertir efnahagslífið: Á undanförnum árum höfðu Bandaríkjamenn veitt milljón- um dollara til Laos, sem höfðu gufað upp. Að lokum vakti þetta ráðslag hneyksli í Ameríku. Nokkrir Bandaríkjamenn eru handteknir. Senatið hótar að hætta lijálp- inni ef hún er ekki betur nýtt. Sannleikur- inn er sá að f jármálabrask liefur þróazt með ævintýralegum hætti í Laos í nokkur ár. Fyrir því standa fáeinar voldugar fjölskyld- ur og fjöldi embættismanna. Aðferðin er mjög einföld: Hlutaðeigandi útvegar sér innflutningsleyfi, með mútum eða „sam- höndum“. Síðan flytur liann inn meira af vörunni en hægt er að selja í Laos. Afgang- inn flytur hann út aftur. Dollarinn kostar 35 kip þegar hann er keyptur með innflutn- ingsleyfi. I Hong-Kong er hann seldur á 100 kip. Óheyrileg auðsöfnun fer þannig fram á nokkrum árum. Peningamir eru lagðir inn í svissneska banka. Ihúar Laos sjá ekkert af aðstoð Bandaríkjanna. Efna- hagslíf landsins nýtur hennar að mjög litlu leyti: Vientiane hefur stækkað, mikið hef- ur verið reist af villum, svo og nokkrar op- 78

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.