Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 5
RITSTJÓRNARGREIN að efninu — en sefjunin var ekki komin svo Iangt þá að borgaralegir stjórnmálamenn yfir- leitt hefðu tapað vitglórunni. Það er að auki mjög erfitt að koma auga á nokkrar þær sér- stakar aðstæður á íslandi sem hefðu átt að gera íslenzka forystumenn kvellisjúkari á sál- inni en aðra: innrás Rússa var þá jafnmikil lygasaga og æ síðan, og vissulega fór því fjarri að kommúnistísk bylting væri yfirvofandi á íslandi árið 1946. I stuttu máli má segja, að dæmt eftir þeim forsendum sem almenningi eru kunnar er ekki unnt að koma auga á neinar þær hvatir sem hefðu getað snúið hinum þjóðlega hluta borgarastéttarinnar til fylgis við uppgjöfina sjálfviljugum. Það væri því ákaflega freist- andi að álykta að beitt hafi verið við óstýriláta stjómmálamenn hennar einhverjum alvar- legum þvingunum sem enn hafa ekki orðið kunnar. Flokkslegar þvinganir hafa sjálfsagt verið hafðar í frammi þegar málið var komið á rekspöl; en ekki er annað líklegt en hót- anir hafi komið beint frá því stórveldi sem sótti að fullveldi íslands. Hvers eðlis þær hót- anir hafa verið er bágt að segja; en eitt er víst: Bandaríkin hafa geysimikið úrval af þvingunartækjum til að sýna borgarastéttum vinaþjóða sinna þegar með þarf. Og hví skyldu þeir ekki hafa látið einhver sýnishom þess safns koma fyrir augu vina sinna á Islandi! Ein er sú hótun að vísu sem varð kunn þegar á árinu 1946, en hún var svo auvirðileg að ekki hefði þurft nema karlmennsku rétt í meðallagi til að vísa henni á bug með fyrirlitn- ingu. Það var hótunin um að Bandaríkjamenn mundu halda stöðvum sínum á íslandi hvað sem íslendingar segðu. Frá þessari hótun er greint í áliti meirihluta utanríkismálanefnd- ar um Keflavikursamninginn. Meðmælin með samningnum em þar rökstudd á þá leið meðal annars, að væri hann felldur mundu Bandaríkjamenn þó sitja sem fastast, og væri ríkisstjómin þá neydd til að kæra þá fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. En það væri miður farið, segir meirihlutinn, því kæmmar mundu leiða til þess „að ísland drægist enn frekar en orðið er inn í deilur stórveldanna". Hvaða áhrif hefur þessi hótun haft? Það er að sjálfsögðu ólíklegt að hún hafi haft úr- slitaáhrif hjá öllum, — en hún hefur sennilega lagt sitt lóð á vogarskálina, því miður. Hér var einmitt beitt gömlu bragði sem oft hafði dugað vel til að beygja íslendinga. Á fyrsta áratug þessarar aldar sjáum vér til dæmis í stjórnmálasögunni hversu mjög var rótgróinn ótti íslenzkra fomstumanna við að halda fram rétti landsins, hversu oft þeir vom viljugir til að láta undan síga fyrirfram, vegna lítilmannlegrar hræðslu við að einhver uppsteitur og hávaði yrði ef þeir fæm fram á fullan rétt. Fátt er átakanlegra í sögu íslands á þeim árum en þetta ístöðuleysi, þó bót sé í máli að hinir orðsjúku íslendingar hafi þá stundum orðið að láta í minni pokann. Rökstuðningur meirihluta utanríkismálanefndar er sprottinn af þessu hugarfari, og nú í dag er sömu rökum beitt æ ofan í æ; í landhelgismálinu umlaði sama rödd hinnar kag- hýddu linju; hátíðaræða utanríkisráðherrans yfir stólunum 1. desember í vetur og allur málflutningur undanhaldsmanna á þingi ber vitni um það. Hvort sem þessi ómerkilega hótun hefur haft mikil eða lítil áhrif á þá borgaralegu stjómmálamenn sem ætla má að hafi verið óljúft að afhenda íslenzk landsréttindi, þá er raunar táknrænt að hún skyldi notuð sem röksemd. Það var aðeins hægt að gera vegna þess að íslenzkir forustumenn 1946 voru illa undir það búnir að nokkuð reyndi á sjálf- stæðisviljann. Hann hafði ekki stælzt í neinni strangri baráttu. Lýðveldisstofnunin 1944 var svo sem engin hetjudáð, og það sem verra var, hún var aðeins ávöxtur aldarf jórðungs 83

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.