Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 8
IONESCO 0G MORGUNBLAÐIÐ T^að er því mið'ur afar sjaldgæft að dagblöð verji ritstjórnargreinum sínum til þess að ræða skáldskap og bókmenntir, en Morgunblaðið gerir það stundum og gengur þar á undan öðrum blöðum með góðu fordæmi. í síðasta mánuði birtist í því blaði bókmennta- legur leiðari um franska leikritahöfundinn Ionesco, einkum með tilliti til leikrits hans Nashyrninganna, sem undanfarið hefur verið sýnt hér á leiksviði. Höfundur leiðarans tók sér fyrir hendur að leiðrétta þann skilning, sem komið hafði fram á nokkrum stöðum um tilefni leikritsins, að höfundur hefði haft í huga múgsefjun nazismans í Þýzkalandi. Hann dró stórum í efa að annar eins höfundur og Ionesco hefði eytt púðri sínu á svo ótímabært og óaðkallandi efni sem nazismann, því Ionesco væri baráttuhöfundur og umhugað að heyja gagnlega baráttu, — gegn sama höfuðóvini og Morgunblaðið: kommúnismanum, — enda væri hann einn af leiðtogum Frjálsrar menningar, „hinna frjálslyndu samtaka skálda og menntamanna Evrópu“. Nú halda kannski sumir lesendur Morgunblaðsins að ekki hafi legið mikið á bakvið þessa grein, hún hafi ekki verið annað en bókmenntalegar hártoganir til skemmtunar. Taka ber mönnum vara fyrir að vanmeta svo boðskap leiðarans, hina mikilsverðu stefnu- skrá og róttæku stefnuskrárbreytingu Morgunblaðsins sem í honum felst. Nú væri að vísu ofsagt að Morgunblaðið hafi haft ákveðna stefnuskrá í bókmenntum til þessa: vindurinn hefur blásið úr ýmsum áttum. En svolítill vottur stefnu hefur falizt í þeirri gömlu góðu skoðun, sem Morgunblaðið hefur að því er virðist játað fylgi sitt til skamms tíma, að bókmenntir séu og eigi umfram allt að vera gagnslausar, tilgangslaust stáss. Morgunblaðið hefur jafnan verið hatrammur andstæðingur bókmenntastefnu hinna sósíalistísku ríkja, á þeirn grundvelli að mcð henni væru rithöfundar hnepptir í hið argasta ófrelsi: þar væri sem sé farið fram á að bókmenntirnar væru gagnlegar og hefðu tilgang. Morgunblaðið hefur haldið því fram að slíkt væri ekki aðeins ofsókn á hendur rithöfund- um, heldur einnig fjörráð gagnvart bókmenntunum, niðurlægjandi saurgun þeirra. En nú hefur Morgunblaðið tekið upp nýja stefnu. Bókmenntirnar eiga að vera gagn- legar. Og þar dugir ekkert óbeint gagn, heldur verður gagnið sem þær gera að vera beint í samræmi við stefnu Morgunblaðsins. Rithöfundarnir eiga ekki einu sinni að leyfa sér neina útúrdúra, allt ótímabært efni verður að víkja fyrir því eina sem er tímabært sam- kvæmt Morgunblaðinu. Braut dygðarinnar er þröng. Um Ionesco er það aftur að segja að túlkun Morgunblaðsins á bonmn þætti nú sennilega ógnarlegur próvinsíalismi í heimaborg höfundarins. En til frekari íhugunar þeim sem kynnu að halda að þessi slyngi leikhúsmaður, — sem er merkilegur þó hann sé einhæfur, byltingarmaður í leikhúsinu þó þar liafi verið gerðar árangursríkari byltingar á vorum dögum, — til frekari íhugunar þeim sem halda að Ionesco sé krossriddari samkvæmt nýj- asta Morgunblaðsstíl er birt hér aftar í þessu hefti smágrein sem liann hefur sjálfur skrifað um viðhorf sín til leikhússins. S. D. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.