Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Kúba, okkar Kúba, er í raun og veru og hvaða hlutverki hún hefur verið kjörin til að gegna. Við erum framverðir í hópi hinna hungruðu þjóða. Eins og allir fram- verðir mun það sem við höfum gert, það sem við gerum og það sem við munum gera, leiða okkur út á hættubraut. Það getur ver- ið að okkur mistakist. Við vitum enn ekki hvar þetta muni enda. En vitið þið það? Ifvaða gildi hefur Kúba fyrir ykkur? Gildi hennar fyrir ykkur er fólgið í því, að hún veitir ykkur tækifæri til að gera betur.“ Gísli Ólajsson þýddi. LEIKHÚS OG ANTI-LEIKHÚS Ejtir Eugéne Ionesco Hvernic og hvers vegna ætti maður að þýða á rökrænt mál það efni sem að- eins ætti að segja í myndum, atburðum á leiksviði, stríðandi andstæðum, orðaskipt- um og talandi þögn; efni sem er aðeins þessi mynd, þessi atburður, þessi nærvera eða fjarvera, þetta form? Ég kalla sum leikrit mín anti-leikrit, anti-kómedíu, gervi- drama, en það leikhús sem ég skapa er því aðeins anti-leikhús, að menn líti á hið venjulega leikhús sem raunverulegt leikhús. Mín skoðun er nefnilega sú, að anti-leikhús eða ekki-leikhús sé einmitt þetta sýnandi, predikandi leikhús þar sem samtalsformið er notað vitandi vits til að pránga inn á okkur einhverjum ákveðnum boðskap, leik- húsið sem bókmenntir, ritgerð eða hug- vekja, þ. e. a. s. leikhúsið notað sem mál- pípa fyrir eitthvað allt annað en sjálft sig, leikhús sem hefur afneitað innsta eðli sínu og er komið á tilveruplan þar sem það á ekki heima. Ifvers vegna skyldi ég gera leiksviðið að ræðupalli og leikrit að heimspekilegum, sið- ferðilegum eða pólitískum áróðri, úr því að ræðupallurinn er þegar til, úr því að heim- spekileg, pólitísk og vísindaleg hugsun ráða nú þegar yfir nógum gögnum öðrum til að koma sér á framfæri? Að minni hyggju er ræðupallurinn ræðupallur; kennslubók í eðlisfræði er kennslubók í eðlisfræði; leik- svið er leiksvið. Ég get ekki orðað þetta skýrar. Við verðum að láta leikhúsið fá óskorað sjálfsforræði, losa það við allt sem því er óviðkomandi, reyna að finna á ný hin ævarandi dramatísku sannindi eins og þau búa í sinni ósviknustu mynd í okkur sjálf- um. Ég á hér við hið hreina leikhús. Til að gera það að veruleika þarf að byrja á að brjóta niður hið venjulega, samhengisfasta skynsemi-mál; það á að gera textann að leiðbeiningartexta fyrir leik, leysa leikara og áhorfendur frá þráhyggju fyrirfram- ákveðins boðskapar og öðrum hömlum, hrífa þá burt úr einangrun sinni, burt frá sjálfum sér. Leikhúsverk hefur enga meðvit- aSa hneigð til að kenna mönnum nokkurn skapaðan hlut; ef það vekur menn til um- hugsunar, er það óviljandi og án þess að slíkt heyri því til. Leikhúsverk ætti aðeins að hafa þann tilgang að létta af mönnum oki. Við skulum láta alla hugmyndafræði, allan falinn boðskap og allar stefnuskrár sigla sinn sjó. Það sem ég hef bent hér á eru vitaskuld mjög einföld atriði. í hvert skipti sem mér 146
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.