Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
dyrnar, og gengu nú til þess leiks, er
Evrópuveldin höfðu stundað ötullega
undanfarna áratugi. I fyrstu seildust
þeir einkum til hinna gróðursælu eyja
Karíbahafsins og Mið-Ameríkuríkja,
en fyrr en varði áttu þeir ítök í öllum
ríkjum rómönsku Ameríku, þó að í
misjöfnum mæli væri. Er Bandaríkja-
menn unnu sigur á Spánverjum 1898,
slógu þeir eign sinni á eyna Púertó
Ríkó, en gerðu Kúbu að verndarsvæði
sínu. Með hinni svonefndu Platt-hag-
ræðingu 1901 fengu þeir íhlutunar-
rétt um innanríkismál Kúbu og flota-
bækistöð í Guantanamó á suðaustur-
hluta eyjarinnar, sem þeir hersetja
enn í dag. Þetta var upphaf að ágengri
og ruddalegri afskiptastefnu Banda-
ríkjamanna í rómönsku Ameríku.
Fátt eitt skal drepið hér á úr þeirri
sögu. Bandaríkjamenn studdu upp-
reisnarmenn í Panama 1903 og réðu
það svæði undan Kólumbíu, en þar
skyldi koma hinn mikilvægi skipa-
skurður. Kúbu hersátu þeir 1906—
1909 og aftur 1916—1918, Níkaragva
1912—1925, Haíti 1915—1934 og
Dóminíkanska lýðveldið 1916—1924.
Þá höfðu Bandaríkjamenn sífelld af-
skipti af borgarastyrjöldinni í Mexíkó
1911—1920, og að boði Wilsons for-
seta hertóku þeir hafnarbæinn Vera
Cruz, en Standard Oil átti þar hags-
muna að gæta. Þá skiptu Bandaríkja-
menn sér mjög af málefnum Mið-
Ameríkuríkjanna, svo sem fjármálum
þeirra og tollamálum. Það kemur
mörgum spánskt fyrir sjónir, að
aldrei voru afskipti Bandaríkjamanna
jafnfrekleg og á forsetaárum Wilsons
1913—1921, en á heimsstyrjaldarár-
unum og á Versalafundi hvatti hann
stjórnmálamennina skelegglega til
þess að virða sjálfsákvörðunarrétt
þjóðanna.
Þegar heimsstyrjöldinni fyrri lauk,
höfðu Bandaríkjamenn skotið öllum
keppinautum sínum aftur fyrir sig.
Verzlun þeirra við rómönsku Amer-
íku hafði aukizt úr 743 milljónum
dala 1913 í 3 milljarða 1919, og fjár-
festing þeirra úr 55 milljónum dala
árið 1900 í 6 milljarða 1927. Banda-
rísk auðfélög settust að öllum auð-
lindum Suður-Ameríku, en meðal
þeirra eru alkunn félög eins og Stand-
ard Oil og U.S. Steel, sem hafa mikið
umleikis í Venezúela, og Anaconda
Copper Mining Co. í Chile. Þá náðu
auðfélögin undir sig víðáttumiklum
lendum í flestum löndum rómönsku
Ameríku, svo sem Ford í Brasilíu,
American Sugar Company á Kúbu og
United Fruit Company í Mið-Amer-
íku. Á vegum Bandaríkjamanna eru
einnig þjónustufyrirtæki alls konar,
sem starfrækja járnbrautir, strætis-
vagna, sporvagna, flugvélar, síma,
hótel, banka, tryggingar o. s. frv.
Bandarikjamenn hafa verið áfjáðir
að festa fé sitt í rómönsku Ameríku,
enda hefur það skilað langtum ríkari
og fljótteknari arði en fjárfesting
heimafyrir. Argentínskur hagfræð-
94