Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Við erum nýr dagur
á leið vestur heiði,
það er teymingur eftir
góða ferð: tvisýnn dagur
jafnhvítur og Langjökull er
óvœginn á bringuna.
Eg verð að játa, að þarna veit ég ekki
livað ritstjóri Morgunblaðsins er að fara.
En sá grunur læðist að mér, að stundum,
þegar enginn sér, rísi Matthías Johannessen
gegn þeim skoðunum, sem þjóðfélagsstaða
hans skyldar hann til að túlka.
lfér er á ferðinni höfundur, sem hikar
ekki við að leggja á brattann, en lítt gætir
þess, að hann hafi notið útsýnis af tindum.
Skáldleg orð vantar ekki, efnisskipan er
víða með ágætum og ljóst verður hverjum,
sem les, að Matthías Johannessen er víðles-
inn í bókmentum þjóðarinnar, en þetta ger-
ir hann ekki að skáldi. Ifann yrkir bezt,
þegar hann sleppir allri sýndarmennsku.
Fögur ert jm sem horfir á mig
stórum spyrjandi augum
scm vita út að morgunbláu fjalli
óvissunnar
og cg sezt við þessa
opnu glugga,
horji inn í framtíð okkar
hlusta á hlátur barnsins
sem þú œtlar að bera undir belti
fyrir mig einan, fyrir þetta vonglaða Ijóð
um okkur tvö og landið:
Þokaðu frá lokunni
lindin mín Ijúf og trú —
En víðast skortir þann herzlumun, sem
gerir Ijóð. Til þess liggja einkum tvær á-
stæður: mælgi og smekkleysi.
Þegar fyrsta ljóðabók Matthíasar kom út,
skrifaði Einar Bragi um hana ritdóm og
sýndi með dæmum, hvernig unnt er að stór-
bæta sum ljóðin með því einu að strika út
merkingarlaus og smekklaus orð. Af þeim
dómi hefur Matthías ekkert lært, — því
miður. Bókina Jörð úr ægi mætti bæta
mjög á sama hátt. Að sjálfsögðu eru marg-
ir mér hæfari til slíkra verka, en samt ætla
ég að leyfa mér að stytta Ijóðið á 23. blað-
síðu. Það er þannig:
Langa og kliðmjúka nótt vöklum við upp
við fossa,
sáum úðann hverfa í döggvott grasið
eins og maríuull í heiðdjúpan himin,
orð okkar tærar lindir
úr svörtu bergi landsins
þögn í grasi —
haustið hreiðraði um sig
i slóttugu skini mánans
scm varpaði fölgulu Ijósi
á andlit þitt:
í október velja menn orð sín
eins og laxveiðimenn flugur.
Eg sagði: Mig þyrstir.
Ertu skáld? spurðir þú.
Þú segir það.
Myrkrið var járntjuld milli okkar
en tungl drakk það eins og þyrstur maður
edik,
þú horjðir á mig, sagðir jafnvonglöð
og kyrrðin var djúp inni á heiðinni:
Þei þei lömbin eru hvít í haga.
Síðan hefur nafn þitt verið mér œvintýr
og orð þín sólhvísl á norðurfjöllum.
Auðvitað er unnt að stytta þetta á marga
vegu, en ég hygg, að engu sé sleppt, sem
fyrir höfundi vakir, þótt það sé gert þannig:
Langa og kliðmjúka nótt vöktum við upp
við fossa,
sáum úðann hverfa í döggvott grasið,
orð okkar tærar lindir
úr svörtu bergi landsins
þögn í grasi —
haustið varpaði mánaljósi
á andlit þitt:
158