Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 50
TIMARIT MALS OG MENNINGAR mér að leita einverunnar enn um sinn og leggja stund á fræði mín, því að ég held, hafi ég fyrir konu og heimili að sjá, að mér muni reynast ókleift að sinna listinni. Ennþá er ég ungur og hef fáum skyldum að gegna og óska þess að mega helga mig ljóðlistinni enn um hríð, en af henni vænti ég mér bæði frægð- ar og ánægju.“ Föðurnum kom þessi ræða mjög á óvart og sagði: „Þú hlýtur að setja list þína ofar öllu: Hún hlýtur að vera þér eitt og allt, úr því að þú vilt jafnvel fresta brúðkaupi þínu eða hefur einhver snurða hlaupið á þráðinn milli þín og unnustu þinnar; ef svo er, skýrðu mér þá frá því, til þess að ég geti sætt ykkur eða þá fengið þér annan ráðahag.“ En sonurinn sór og sárt við lagði, að hann ynni henni jafn heitt og áður og engin ósætti væri milli þeirra. Og jafnframt skýrði hann föður sínum frá því, að á blyshátíðinni hefði meistari birzt sér í draumi og hann ætti nú þá ósk heitasta að verða lærisveinn hans. „Jæja þá,“ sagði faðir hans, „þá veiti ég þér eitt ár til að fylgja draumi þínum, sem máske einhver guð hefur blásið þér í brjóst.“ „Ef til vill niunu líða tvö ár, hver veit það?“ sagði Han Fook hikandi. Svo lét faðir hans hann fara og var hryggur, en unglingurinn skrifaði unnustu sinni bréf, kvaddi hana og hélt svo á braut. Þegar hann hafði gengið lengi kom hann loks að upptökum fljótsins og fann þar einmanalegan bambuskofa, og fyrir framan kofann sat á fléttaðri mottu öldungurinn, sem hann hafði séð heima við tréð. Hann sat þarna og lék á lútu og þegar hann sá gestinn nálgast með lotningu, stóð hann ekki upp eða heilsaði honum, en brosti aðeins og lét fíngerða fingur sína renna yfir strengi lútunnar, og heillandi tónlist sveif eins og silfurský yfir dalinn og drengurinn varð svo frá sér numinn af undrun og aðdáun, að hann gleymdi bæði stund og stað, unz hann rankaði við sér, er meistari hins Fullkomna orðs lagði frá sér lútuna og gekk inn í kofann. Han Fook fylgdi honum í lotningu og ílentist þar og varð lærisveinn hans og þjónn. Að mánuði liðnum hafði hann fengið andúð á öllum þeim ljóðum, sem hann hafði ort og hann máði þau út úr vitund sinni og nokkrum mánuðum síðar máði hann einnig úr vitund sinni öll þau Ijóð, sem hann hafði lært af kennur- um sínum. Meistarinn yrti varla á hann, en kenndi honum þögull list lútuleiks- ins, unz tónlistin hafði gegnsýrt eðli hans. Eitt sinn orti Han Fook lítið Ijóð, þar sem hann lýsir flugi tveggja fugla undir haustgráum himni, og honum féll kvæðið vel í geð. Hann þorði ekki að sýna meistaranum það, en hann söng það kvöld eitt í námunda við kofann og meistarinn heyrði það greinilega. Samt mælti hann ekki orð af vörum. Hann lék aðeins lágt á lútu sína og skömmu síðar tók að kula og rökkur færðist yfir; það hvessti snögglega, enda þótt enn 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.