Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 33
SAGA VESTRÆNNAR IHLUTUNAR I KINA vinna sigur á byltingaröflunum eftir blóðuga og langvinna bardaga. Þá var löngu komið á daginn að hin íhaldssama yfirstétt gat ekki lengur drottnað yfir alþýðunni af eigin ram- leik, heldur einungis með hjálp — og sem handbendi — erlendra nýlendu- herra. Þá þegar var komið fram á sjónarsviðið það leppstjórnarform er réði málum í Kína fram til ársins 1949 — og enn finnast leifar af á For- mósu og í sölum Sameinuðu þjóð- anna, þar sem leppurinn Sjang Kæ- sjek heldur áfram þjónustunni sem „fulltrúi Kína“. Hið grímuklædda oíbeldi í 46 ár eftir þetta tókst keisara- stjórninni að halda velli með fulltingi erlendra vopna og hersveita. 1868 kæfði hún uppreisnartilraunir í Ho- pei, Anhvei- og Shantung-fylkjum í blóði, með aðstoð franskra hersveita. 1872 braut hún á bak aftur byltingar- tilraun í Kveitsjó-fylki, þar sem logað hafði í kolunum í 18 ár. 1873 bældi hún niður uppreisnir í Shensi- og Kansu-fylkjum. Síðan varð kyrrt um sinn. En Vesturveldunum var það síður en svo að skapi að keisarastjómin yrði of föst í sessi. Húsbóndavald þeirra var einmitt grundvallað á auð- mýkt og þýlyndi þeirrar leppstjórnar er þau styddu til valda. Þessvegna gerðust þau óróleg þegar japönsk sendinefnd gekk á fund keisarans 1871; þau óttuðust að þessi tvö grannriki gerðu með sér vináttusamn- ing er styrkti aðstöðu keisarastjórn- arinnar. Mótleikur Vesturveldanna var i anda þeirrar kænlegu reglu, sem þeim hefur oft gefizt svo vel: að sundra með refjum og drottna síðan. Banda- ríkin hvöttu Japani til að hernema Okinawa-eyjarnar, sem voru eign Kína. Til að tryggja vinslit Kína og Japans enn rækilegar aðstoðaði bandaríska sendiráðið í Japan við undirbúning japanskrar innrásar á Tævan (Formósu). Bandarískur floti flutti hernámslið Japana til eyjarinn- ar, og bandarískur liðsforingi var fyr- irliði þess. Japanar dvöldu að vísu ekki langdvölum á Formósu að þessu sinni (1874), en komu aftur 1894 og hernámu þá eyjuna til langframa. Það ár kom til fulls fjandskapar milli Kína og Japans — í Kóreu. Bandaríkja- menn höfðu áður leitað fótfestu á Kóreuskaga og gert innrásir í ríkið árið 1867 og 1871. Nú logaði landið í bændauppreisnum, og konungurinn bað keisarastjórnina um liðveizlu. En jafnframt því að kínverskt lið var sent til Norður-Kóreu hófu Japanar liðsflutninga til Suður-Kóreu. Brátt stóðu kínverskar og japanskar her- sveitir andspænis hver öðrum við 38. breiddarbaug (þennan fræga breidd- arbaug er svo mjög kom við sögu í Kóreustyrjöldinni 1950—52). 25. júlí 1894 gerðu svo Japanar skyndi- 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.