Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 57
ANTONIO GRAMSCI Um bókmenntir og gagnrýni Antonio Gramsci fæddist á Sardiníu árið 1891; hann var sonur fátæks embættismanns. Frábærar gáfur hans greiddu honum [)ó leið til opinbers námsstyrks og æðri mennt- unar, og stundaði hann háskólanám í málvísindum í Torino á Norður-Ítalíu, en raunar beindist áhugi hans að miklu víðara fræðasviði, svo sem sögu, bókmenntum og heimspeki. Hann gekk í ítalska sósíalistaflokkinn 1911 og tók sér stöðu í vinstri armi hans. Árið 1919 stofnar hann ásamt Togliatti og fleirum vikuritið Ordine nuovo, sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki í menningar- og stjórnmálabaráttu þessara ára, og fyrir forgöngu hans og Togli- atti er kommúnistaflokkur Ítalíu stofnaður 1921. Gramsci stóð framarlega í hinum miklu pólitísku átökum verkalýðsins á Norður-Italíu kringum 1920. Fasistar bönnuðu kommúnistaflokkinn 1926. Samtímis hefst fangelsisvist Gramsci og dæmdur var hann í 20 ára fangelsi tveim árum síðar. Fræg hafa orðið þau orð er sækjandi málsins mælti í ákæruræðu sinni: „í tuttugu ár verðum við að hindra að þessi heili geti starfað“. En það tókst þeim einmitt ekki að hindra. Gramsci þoldi ekki lengi vistina í einu illræmdasta fangelsi fasista; árið 1933 var mót- stöðuafl líkama hans að þrotum komið. Mótmælaherferð er hafin um allan heim, en fas- istar daufheyrast við öllum áskorunum (meðal annars frá Romain Rolland), og það er ekki fyrr en 1937 að Gramsci er fluttur úr fangelsinu á sjúkrahús, þar sem hann deyr litlu síðar. Mágkonu hans tókst að smygla út úr sjúkrastofunni 32 stflabókum sem Gramsci hafði skrifað í athuganir sínar. I þessum stílabókum, sem hann byrjaði að rita 1929, eru fólgin höfuðrit hans og verðmætustu hugsanir. Þær hafa verið gefnar út eftir síðasta stríð ásamt öðrum verkum höfundar í margra binda útgáfu. Gramsci fjallar í fangelsisritum sínum um stjórnmál og heimspeki, en þó einkum um ítalska menningu. Sagt hefur verið að afstöðu hans megi auðkenna neikvætt sem tvenns- konar andstöðu: í fyrsta lagi gegn hinni andlegu heimspeki Benedetto Croce, í öðru lagi gegn vélrænni og háspekilegri efnishyggju. Ekki ber að dylja þess að Gramsci er ekki beint auðveldur aflestrar, og ber margt til. Stflabækumar hans vom ekki annað en uppkast sem hann vonaðist til að geta unnið úr eft- ir að hann losnaði úr fangelsinu. Engin hjálpargögn vom við höndina, Gramsci virðist ekki hafa haft annað til lestrar en nokkur tímarit og blöð; að öðm leyti varð hann að treysta á minnið. Þar af leiðandi er mikið um „eyður“ í ritum hans sem lesandinn verður að geta í. í öðm lagi gat hann alltaf átt á hætlu að fangaverðimir færu að hnýsast í skrif hans; því valdi hann þann kost að skrifa hálfgert dulmál, t. d. nefnir hann aldrei marxismann á nafn, en segir í þess stað: praxisheimspekin. En þó þessar kringumstæður valdi því að Gramsci 135

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.