Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR venjulegt hluLverk gagnrýninnar hlýt- ur umfrain allt að vera menningar- legt: hún er skýring „menningar- strauma“. Annars yrði hún eintómur niðurskurður (og þó því mætti una, hvernig ætti að ákvarða hvort rithöf- und ber að skera niður eða ekki?) Þetta atriði virðist vera lítilsvert; en raunin er sú, þegar hugað er að því frá sjónarmiði nútímaskipulags menningarlifsins, að það hefur höfuð- þýðingu. Gagnrýnisstarf sem væri sí- felldlega neikvætt, sem byggðist á húðstrýkingum, og fullyrðingum um að þetta sé „skáldskapur“ og hitt ekki, væri leiðigjarnt og ógeðfellt. „Valið“ gæti virzt ákvarðað af persónulegum væringum, eða þá tilviljunarkennt, og þar af leiðandi lítils virði. Orugglega má fullyrða að gagn- rýnisstarf á alltaf að vera iðkað á já- kvæðan hátt, — í þeim skilningi að gagnrýnandinn á að draga fram já- kvætt gildi í verkinu sem verið er að skýra. Ef þetta gildi getur ekki verið listrænt, getur það verið menningar- legt. Það sem gildi hefur verður þá ekki nema sjaldan bókin sjálf, sem verið er að dæma, heldur þær menn- ingarlegu stefnur sem koma fram hja hverjum hóp höfunda . .. Það ber að athuga að á sumum tímabilum getur hið hagnýta starf laðað til sín mikilhæfustu sköpunar- krafla þjóðar: í vissum skilningi eru þá hinir beztu mannlegu kraftar bundnir við að skapa undirstöðuna, og það er ekki enn hægt að tala um neitt ris. Á þessum grundvelli hefur orðið til í Ameríku sú félagsfræðilega kenning sem á að skýra og réttlæta skortinn á húmanískri og listrænni menningu í Bandaríkjunum. í hverju einstöku tilviki verður þessi kenning að geta bent á umfangsmikla skap- andi starfsemi á hagnýtu sviði, ef á að vera hægt að taka hana trúanlega. En samt er einni spurningu ósvarað: ef þetta skapandi starf er raunveru- legt, ef það hefur lífskraft í sér fólg- inn, ef það hvessir viljann og eykur mönnum afl og eldmóð, hversvegna örvar það þá ekki til bókmenntalegra afreka? Ef það gerist ekki er von að menn taki að efast: er ekki um að ræða kúgunaröfl frekar en öfl alls- herjar þroska? Er líklegt að þrælarn- ir sem reistu pýramídana með svip- una vofandi yfir sér hafi gert sér ein- hverja ljóðræna hugmynd um starf sitt? Öflin sem stjórna þessu stórfeng- lega hagnýta starfi eru kúgunaröfl, ekki aðeins að því er varðar fram- kvæmd verksins — það væri skiljan- legt — heldur á allan hátt. Þetta er einmitt sérkennandi um þetta fyrir- brigði og leiðir af sér að ákveðin bók- menntastarfsemi, til dæmis í Ameríku, kemur fram hjá þeim sem illa una skipulagi hins hagnýta starfs er læzt vera „epískt“ í sjálfu sér. Samt er 138
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.