Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 75
UMSAGNIR UM BÆKUR hefur gert leikþætti, sem sverja sig mjög í ætt við smásögurnar, meitlaða að formi og búa yfir fleiru en liggur á yfirborði. En leikþættir hans hafa þó ekki vakið þá athygli né hlotið þá viðurkenningu, sem ég tel þeim verðuga, og það þótt einn þeirra þátta yrði mörgum minnisstæður, er hann var fluttur í útvarp fyrir nokkrum árum. Hann er enn í minnum, þegar urmull ann- arra erlendra og innlendra leikþátta liggur í dyngjum í skotum gleymskunnar. Ef til vill erum við svo treg að tala um Halldór sem leikþáttasmið, af því að okkur finnist hann ekki geta átt annars staðar heima en í smásagnagerðinni, þar höfum við notið svo minnilegra stunda, að þar viljum við koma til móts við hann og annars staðar ekki. Þessi afstaða okkar til okkar dáða smá- sagnasmiðs kemur þó sjálfsagt enn frekar fram gagnvart enn nýju listformi, sem hann hefur valið sér hin síðari ár, og það er form skáldsögunnar, rómansins. Fyrir nokkrum árum kom sagan Innan sviga, þar sem Hall- dór gerði það frávik frá smásagnaforminu, að hann skellir 154 blaðsíðna lífssögu innan sviga inn í 8 blaðsíðna andlátssögu um- komulauss aumingja. Það er ekki ofmælt, þótt sagt sé, að dáendur Halldórs stóðu dá- lítið vandræðalegir frammi fyrir þessu fyrir- bæri. Mörgum varð tregt tungu að hræra, og sjálfsagt hafa margir huggað sig við það, að þeir þyrftu ekki í annað sinn að standa frammi fyrir vini sínum í þessu formi og gera því skil fyrir sjálfum sér og öðrum, hvernig þessi nýi búningur klæði hann. En vinur vor Halldór lét oss ekki verða að þeirri von vorri, en margfaldar afköst hins nýja forms, eftir því sem fram líða stundir. Nú hafa komið út tvær nýjar sögur eftir hann með árs millibili. f hittifyrra kom Fjögra manna póker. Þá sögu hika ég ekki við að telja bezta íslenzka skáldsögu þess árs, verðlaunasögur ekki undanteknar. Hún er samsafn þátta, sem liver fyrir sig minnir svo elskulega á smásögurnar hans, en svo eru þessir þættir felldir saman í dramatíska heild á hinn listfengasta hátt. Maður lifir með hverri persónu sögunnar, þekkir hana út og inn að lestri loknum, ann þeim öllum og er kominn á vit þeirra á nýjan leik í tóm- stund sinni, áður en maður veit af. Skáldsagan í fyrra þykir mér ekki eins góð. Þó er hún ef til vill enn heilsteyptari, hún er einfaldari að gerð, og ég hygg vand- fundna brotalöm á byggingu hennar. Frá- sögnin er látlaus, nákvæm og hver setning lifandi, svo að beztu smásögur hans standa ekki framar í þeirri grein. En sagan sem heild talaði ekki til mín, persónurnar tala ekki til manns þvf máli, sem maður hefur áhuga á að hlýða, það vantar persónuleika, sem maður hefur nautn af að komast í kynni við, söguna skortir dramatíska at- burði og fer því á mis við dramatíska spennu og ris. Ég get ekki hugsað mér fá- tæklegra tiltæki en að fara að stíga ofan á höndina á sjálfum sér og snauðara tilefni til frásagnar. Lengd bókarheitisins, sem er svo ofboðsleg, að ég tími ekki að eyða pappír undir það, sýnir ef til vill öðru Ijós- ara, hve erfitt er að henda reiður á dramat- ískum punktum í frásögninni. Það er furðulegt, upp á hverju miklir listamenn geta fundið til að reyna afl sitt. Það er eins og Halldóri hafi hugkvæmzt að freista, hvort hægt væri að gera stórmerki- legt verk úr ómerkilegum efniviði. Og mað- ur getur dáðst að, hve langt hann hefur komizt. Svo langt kemst hann, að maður les söguna spjalda milli, án þess að það flögri að manni að láta sér leiðast, og maður legg- ur bókina frá sér sannfærðari en áður um frábæra kunnáttu höfundar í því að segja sögu. Þá er bara að bíða eftir því, að næsta saga komi, og stórbrotnara og hugstæðara söguefni verði þá tekið til meðferðar. Gunnar Benediktsson. 153
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.