Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 44
JÓHANNES ÚR KÖTLUM GUÐSBARNALJÓÐ 1 Nei ertu þá kominn kæri Muggur: ég kætist mjög við að hitta þig — þú veizt að sál minni stendur stuggur af stríðinu allt í kringum mig. Æ komdu með blessuð blöð og skæri og búðu til mildan friðarheim og sjáðu um að ástin unga næri hvert einasta blóm í garði þeim. Og skóginum ilminn góða gefðu og gerðu fagurt hans æfintýr og feimnu sakleysi vorsins vefðu um vaðfugla þína og pokadýr. Og brjóttu vatninu braut í skyndi svo berist moldinni svölun ný og láttu speglast þitt líf og yndi þess lygna dimmbláa fleti í. Og klipptu húmið af kaldri nóttu unz kvikur fagnandi bjarmi rís og láttu sál mína svífa um óttu hins sjöunda dags í Paradís. 122

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.