Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 69
ERLEND TÍMARIT tekst að segja sannleik sem liggur í augum uppi, verð ég bæði glaður og hreykinn, því ekkert er eins erfitt og að uppgötva grund- vallarsannindi (umdeild líka, eins og öll sannindi, en hvaða máli skiptir það!); við ættum alltaf að vera að uppgötva þau. Ég get aðeins fullyrt og endurtekið, að leikhús er leikhús, heimspeki eða siðfræði er heim- speki eða siðfræði. Er tónlist nokkuð annað en tónlist? Hefur nokkrum manni nokkurn- tíma dottið í hug að blanda siðfræði eða efnafræði í tónlist? Eða stjömufræði í höggmyndalist? Auðvitað erum við öll hluthafar í verð- mætum sem standa okkur ofar og stjóma gerðum okkar. Þessi verðmæti renna vafa- laust saman í eitt á yztu mörkunum — með yfirskilvitlegum hætti; en þeir vegir sem þangað liggja eru ólíkir. Hugsanir sem nienn kunna að finna í leikhúsverki eru ekki kjami þess; þær ættu ekki að vera opinskáar, heldur skilyrðislausar. í leikhúsi eru hugmyndimar hold og blóð, tár eða hlátur, raunveruleg reynsla návistar eða fjarvistar, lifandi líf. Ég leitast aðeins við að skapa frumstætt leikhús með myndum, litum, röddum, hreyfingu og tilburðum, hlutum úr tré og máluðum bjálkum — og orðum einnig (stundum of fáum, stundum of mörgum), orðum sem ekki þýða neitt, að minnsta kosti ekki í vanalegum skilningi, nema hvað þau eru óaðskiljanlegur þáttur í því sem fram fer á sviðinu. Ég hef and- styggð á rökræðuleikritinu sem er byggt eins og reikningsdæmi, þannig að lokaatrið- in eru rökrétt afleiðing af fyrstu atriðunum sem þá eru skilin sem forsendur. Rökleiðsla er sannanir; örlögin eru hinsvegar tvímæla- laus og hlýða ekki rökum. Síðastliðin fimmtíu ár hefur mikið verið rætt um hnignun leikhússins. Þetta kemur til af því, að leikhúsið er í rauninni vara- söm starfsgrein. Þar er ekki hægt að láta sér mistakast, a. m. k. ekki lengi. Leikhúsið stenzt aðeins, þegar það þjónar innsta eðli sínu. Af og til kemur einhver Strindberg, einhver Pírandello, einhver Ghelderode sem uppgötvar þetta leikhús í sjálfum sér, end- urreisir það af einhverri eðlishvöt og færir okkur það aftur í sinni upprunalegu og hreinu mynd. Það eru ekki kenningar Pír- andellos um persónuleikann sem blása lífi í þetta leikhús, ekki heldur kenningar Brechts, eða heimspeki Strindbergs, hvorki ádeilur á klerkastéttina né guðfræði Ghelde- rode, heldur eru það ástríður þeirra og sýn- ir, sá skáldlegi og dramatíski heimur sem þeir hafa vakið, án þess að vita sjálfir, þessi heimur handan við alla skýra hugsun og handan við eigið mat höfundarins á verkum sfnum. Þegar undanskilið er það líf sem það skapar, þá ætti leikhúsið, eins og aðrar list- ir, ekki að þjóna neinu markmiði; það ætti aðeins að þjóna gagnsleysinu, ekki vera „skuldbinding", heldur lausn og léttir. Og þessi sjálfgleymska, þessi lausn frá heimi gagnsemdanna er okkur bráðnauðsynlegt gagnsleysi, ef ég mætti orða það svo, endur- næring og fró. Geir Kristjánsson þýddi úr Theater Arts. 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.