Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Filipseyjar munu tilheyra okkur
um alla framtíð .. . Og rétt handan
við Filipseyjar eru óþrotlegir mark-
aðir Kína. Við munum hvergi hopa
. . . ekki afsala okkur réttinum til að
rækja köllun kynstofns okkar, í um-
boði Drottins, til framdráttar heims-
menningunni . . . Það ríki sem ræður
yfir Kyrrahafinu mun einnig ráða
heiminum .. . Þetta ríki mun um ald-
ur og ævi verða Bandaríki Norður-
Ameríku.“ (Foster Rhea Dulles:
China and America, the story of their
relations since 1784, Princeton 1946).
Hinsvegar voru Bandaríkin enn
ekki nógu sterk til að einoka hina „ó-
þrotlegu markaði Kína“, því voldugir
keppinautar höfðu einnig náð þar fót-
festu. Þeim tókst ekki heldur að gera
Kyrrahafið að fullu að „bandarísku
stöðuvatni“. Auk þess mætti heims-
valdastefnan nokkurri andstöðu innan
Bandaríkjanna sjálfra. Bandarísk
stjórnarvöld fóru því hægt í sakirnar
og beittu stjórnkænsku við undirbún-
ing áforma sinna. Fyrsta skrefið var
hin fræga stefnuyfirlýsing bandaríska
utanríkisráðherrans Johns Hays 1899
um hinar „opnu dyr“ í Kína.
Bandarískir ráðamenn, sem vanir
eru að vefja skinhelgisblæju um allar
sínar gerðir, hafa jafnan síðan látið
í veðri vaka að þetta skref hafi verið
stigið til að tryggja sjálfstæði og
sjálfsákvörðunarrétt Kínverja. Stað-
reyndir sögunnar fletta ofan af þessari
lygi. í yfirlýsingu Hays, sem hann
sendi gömlu heimsveldunum, eru
hvergi bornar brigður á rétt þeirra til
yfirráða yfir þeim landsvæðum sem
þau höfðu hrifsað til sín með valdi af
Kínverjum né forréttindaaðstöðu
þeirra. Hann krafðist þess eins af allir
aðilar hefðu jafna verzlunaraðstöðu
á „leigu“- og „áhrifasvæðum“ hvers
annars (Owen Lattimore, bandarísk-
ur rithöfundur, hefur hnyttilega skil-
greint þessa stefnu sem „ég líka“-póli-
tíkina). Bandarísk stjórnarvöld reikn-
uðu dæmið þannig, að í krafti dollar-
ans myndu Bandaríkjamenn auðveld-
lega ná viðskipta- og fjármálaítökum
um allt Kínaveldi; keppinautarnir
yrðu kúgaðir fjárhagslega, og síðar
yrði þá auðvelt að hnekkja einnig
veldi þeirra á pólitískum og hernaðar-
legum sviðum. En Kínastjórn var að
sjálfsögðu ekki spurð um það, hvort
hún æskti þess að opna „dyr“ sínar
eða loka þeim.
Þau stórveldanna sem voru hernað-
arlega sterk en stóðu fjárhagslega
valtari fótum, voru andsnúin þessari
nýju stefinu. En Bretland studdi hana
vegna þess, að það var enn forvsturíki
auðvaldsins og hélt að hún myndi
þrengja áhrifasvæði keppinautanna
Rússlands, Frakklands, Þýzkalands og
Japans — en auka viðgang Breta
sjálfra. I rauninni var þessi stjórnar-
stefna undirbúin sameiginlega af
Bandaríkjamönnum og Bretum; báð-
ir reyndu að koma ár sinni sem hag-
anlegast fyrir borð, en að sjálfsögðu
114