Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 45
GUÐSBARNALJÓÐ 2 Sjá hér er Guð á gangi — hve gott að nálgast hann hann bjó til bláar stjörnur hann bjó til konu og mann og gaman er að ganga um garðinn eins og hann. Hans eldleg ásýnd kveikir sinn eigin ljósabaug og hempan hans er ofin úr himins rósalaug og okkar ungu höfuð fá einnig ljósabaug. Og okkur vaxa vængir á vegi skaparans og hendur okkar eru ein orðlaus bæn til hans er fetum við til vígslu að vatni skaparans. Með blóðsins dyn í brjósti við bergjum loksins hér á því sem var og verður í vitund þess sem er — við finnum allt í einu að eilífðin er hér. 123

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.