Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ar sagnir sem hinir og aSrir höfimdar hafa skráð um Hjálmar. Við söfnun efnisins hef- ur útgefandi notið góðrar aðstoðar skag- firzkra og húnvetnskra fræðimanna, sem varðveitt hafa drjúgan fróðleik um skáldið. Utgefandi segir sjálfur að þetta rit mætti með réttu kallast „Safn til sögu Bólu-Hjálm- ars“, og má það til sanns vegar færast, þar sem efni þess lýtur framar öllu að ytri lífs- ferli skáldsins, en um skáldskap hans og stöðu í íslenzkum bókmenntum er ekki rætt. Hins vegar er hér safnað saman þeim heim- ildum sem tiltækar eru um ævi Bólu-Hjálm- ars og lífskjör, og er það mikill fengur þeim sem síðar munu skrifa um skáldskap hans. En mikið skortir á að kveðskap Hjálmars hafi verið sá sómi sýndur sem hann á skilið, og er ekki vansalaust. En miklu er hægara að fást við kveðskap Hjálmars eftir að þessi útgáfa er komin á prent, og er óskandi að hún megi verða til þess að rækilega verði skrifað um skáldið Bólu-Hjálmar áður en hann hefur legið hundrað ár í gröf sinni. Ævisagan er samin af mikilli hófsemi, og höfundur gerir sér far um að greina á milli þess sem vitað er úr öruggum heimildum og sögusagna, enda dregur hann margt nýtt fram sem til þess er fallið að skýra lífsvið- horf Hjálmars og afstöðu til samtíðar sinn- ar. Má þar ekki sízt benda á kaflann um skipti Hjálmars og Blöndhlíðinga, en þeim er lýst hlutdrægnislaust og sýnt fram á að ekki áttu allir íbúar Akrahrepps þar óskilið mál, þó að Hjálmar sendi þeim að lokum þá kveðju sem enn er ekki að fullu gleymd. Greinargerð útgefanda fyrir handritum Bólu-Hjálmars er hin þarfasta, en þó hefði mátt nokkru við hana auka. Mörg kvæða Hjálmars eru til í fleiri eiginhandarritum en einu, og er þess jafnan getið í athuga- semdum við útgáfuna, en textinn venjulega prentaður eftir yngsta handritinu. Orða- numur eiginhandarrita er þó ekki tilfærður nema stundum (einkum þegar um heil er- indi er að ræða). Hefði því verið æskilegt að útgefandi hefði gert nánari grein fyrir þessum orðamun í samhandi við lýsingu handritanna, svo gengið hefði verið frá eiginhandarritunum í eitt skipti fyrir öll, á svipaðan hátt og gert var við meginið af rímunum í 4. bindi. Það hefði að minnsta kosti sparað síðari mönnum fyrirhöfn. I þessu bindi eru nokkrar myndir, bæði af stöðum sem koma við sögu Hjálmars og af nokkrum afkomendum hans, svo og sýnis- horn af rithönd Hjálmars á ýmsum æviskeið- um. Loks eru birtar myndir af Hjálmari sjálfum, gerðar af þremur listamönnum eft- ir lýsingum manna sem höfðu séð Hjálraar. Utgefandi tilfærir ummæli ýmissa manna sem mundu Hjálmar um þessar myndir, og verður helzt af þeim ráðið að engin þeirra sé verulega lík Hjáimari. Þó mætti ætla að elzta myndin (eftir Þórarin B. Þorláksson) hefði heizt varðveitt eitthvað af svipnum, enda gerð samkvæmt lýsingu dóttur Hjálm- ars, sem betur mátti muna hann en þeir sem lýstu honum fyrir hinum listamönnunum tveimur. Finnur Sigmundsson hefur unnið þarft verk og nytsamt íslenzkum lesendum og fræðimönnum með þessari útgáfu, þó að lokabindið sé ekki gert þannig úr garði sem hann hafði ætlað í fyrstu. Hér er lagður traustari grundvöllur að frekari rannsókn- um en áður var kostur á, og nú er eftir hlut- ur yngri manna að taka við og halda verk- inu áfram. J.B. 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.