Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hvor með sínum hætti. Annar var kuomintangliðsforinginn Sjang Kæ- sjek, er kenndi herstjórnarlist; hinn var Sjá En-læ, er sá um hina pólitísku þjálfun. Þjóðfrelsishreyfingin fékk nú aftur svo góðan byr undir vængi, að lepp- stjórnin í Peking sá þann kost vænst- an að efna til ráðstefnu til að athuga möguleika á friðsamlegri sameiningu landsins. Sun Jat-sen samþykkti að taka þátt í ráðstefnunni, og á leiðinni til Peking var honum hvarvetna ákaft fagnað af almenningi. En þegar til Peking kom varð ljóst að valdhafarn- ir þar höfðu síður en svo hug á því að verða við kröfum hans um lýðræðis- legt þjóðþing er færi með æðsta vald sameinaðs Kínaveldis. Til allrar óhamingju veiktist hann skömmu eftir komuna þangað og þar andaðist hann 12. marz 1925 úr banvænum lifrar- sjúkdómi. Síðasta verk hins mikilhæfa hug- sjóna- og byltingarmanns var að semja „erfðaskrá“ sína, tileinkaða Kuomintangflokknum, þar sem flokksmenn eru hvattir til að fylgja ótrauðir þeirri stefnu sem hann hafði markað, og umfram allt að knýja fram stofnun þjóðþings er öll kín- verska þjóðin gæti valið fulltrúa til. Auk þess lét hann eftir sig bréf, stílað til miðstjórnar Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, þar sem segir orðrétt: „Kæru félagar. Sein ég ligg hér, þjáður af banvæn- um sjúkdómi, verður mér hugsað til yðar, og um framtíð flokks míns og lands. Þér eruð leiðtogar frjálsra sam- bandslýðvelda — þeirrar arfleifðar sem hinn ódauðlegi Lenin ánafnaði kúguðum þjóðum heims. Með tilstyrk þeirrar arfleifðar munu fórnardýr heimsvaldastefnunnar óhj ákvæmilega öðlast frelsi undan þeim alþjóðlegu stjórnarháttum er standa fótum í aldagömlu þrælahaldi, styrjöldum og rangsleitni. Ég læt eftir mig flokk, sem mun, ef von mín rætist, eiga náið samstarf við yður um það sögulega hlutverk, að frelsa Kína og aðrar arðrændar þjóð- ir úr klóm heimsvaldasinna. Orlögin hafa hagað svo til, að ég verð að ganga frá hálfnuðu verki og fá það í hendur þeim, sem verða arftakar mín- ir í krafti tryggðar sinnar við kenn- ingar og stefnumið flokksins. Þessvegna brýni ég fyrir Kuomin- tang að halda áfram starfi í anda hinnar þjóðlegu byltingarhreyfingar, svo að Kína, sem nú er orðið að hálf- nýlendu, megi öðlast frelsi. Með þetta verkefni í huga hef ég lagt svo fyrir flokk minn, að hann eigi að halda sem nánustu sambandi við yður. Ég treysti því einlæglega, að þér munuð veita okkur stuðning yðar framvegis sem hingaðtil. Um leið og ég kveð yður, kæru fé- lagar, vil ég láta í Ijós þá von mína, að 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.