Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR — Það er greinilegt að bandaríski utanríkisráðherrann hefur koraið auga á þann sannleik að vestræn of- beldisstefna í Kína hafði frá upphafi borið í sér fræ þess ósigurs sem Bandaríkin urðu að horfast í augu við 1949; og það má engu muna að hann harmi, að vestrænu ofbeldis- seggirnir skyldu ekki týnast þar, svo að keisaraveldið fengi staðizt!) En eitur hinnar vestrænu „hámenn- ingar“ tók brátt að hafa sín áhrif. Silfrið — sjálft hjartablóð kínverska aðalsins — streymdi úr landi í sívax- andi flaumi, og hið hrörlega skrímsli reyndi að bæta sér upp blóðtapið með því að sjúga blóðmerginn úr smá- bændunum þeim mun fastar. Síðan um miðja 18. öld hafði ríkt hálfgert uppreisnarástand í landinu, og hinar nýju álögur bættu ekki úr skák. Upp úr 1810 færðust uppþotin í aukana og breiddust út. Og árið 1813 ruddist hópur uppreisnarmanna inn í sjálfa keisarahöllina í Peking. Keisarastjórnin varð að hafast eitt- hvað að sér til bjargar. Hún setti enn harðari viðurlög við ópíumverzlun- inni, og sendi jafnframt harðskeyttan embættismann og föðurlandsvin, Liu Tse-hsíu, til Kanton í því skyni að stemma stigu við hinni ólöglegu eitur- verzlun. Liu hóf með stuðningi borg- arbúa umsátur um hverfið þar sem Bretum og Bandaríkjamönnum hafði verið leyft að byggja smyglhreiður sín, og tókst með þessum hætti að fá ópíumkaupmennina til að láta af hendi birgðir sínar — um 1500 tonn. 3. júní 1839 eyðilagði hann ópíum- birgðirnar í viðurvist borgarbúa. Þessi atburður varð til þess að hin- ar vestrænu „menningarþjóðir“ köst- uðu grímunni. A árunum 1839 til 1842 settu Bretar liðstyrk á land á ýmsum stöðum á strandlengju Kína, hernámu Kanton, Sjanghæ, Amoj og Ningpo — og sóttu inn í landið til að ná valdi á helztu slagæð viðskiptanna milli Norður- og Suður-Kína. Hvar- vetna rændu þeir og myrtu óbreytta borgara. Þrátt fyrir hetjulega vörn kínverskrar alþýðu varð framsókn Bretanna ekki stöðvuð, enda voru þeir margfalt betur vopnum búnir. Um það gefur tala fallinna nokkra hugmynd: 500 Bretar, 20.000 Kín- verjar. Loks náðu Bretar því marki, sem þeir höfðu sett sér í upphafi: að gera keisarastjórnina að leppi sínum. Arið 1840, þegar brezki flotinn varpaði akkerum aðeins 90 kílómetra frá Pek- ing (keisaraborginni), hóf stjórnin samninga við innrásarforingjana — samtímis því að föðurlandsvinurinn Liu Tse-hsiu var sviptur ærunni fyrir ópíumbrunann, sem „olli styrjöld- inni“! Samningurinn við Breta, sem keis- arastjórnin undirritaði að stríðinu loknu, var fyrsti auðmýkingarsáttmál- inn af mörgum er síðar voru gerðir. Samningurinn frá Nanking (1842) og 106

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.