Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 21
DAGRENNING í RÓMÖNSKU AMERÍKU væðingar, erlend fyrirtæki í Argen- tínu voru keypt og komið var á fót nýjum iðngreinum. En í þeim klíðum lækkaði verð á útflutningsvörum Argentínu, ull, húðum og kjöti, jafn- framt því sem útflutningsmagnið fór minnkandi, en erlendur iðnvarningur hækkaði í verði. Fyrr en varði, lenti Argentína í hinum mestu fjárkrögg- um og verðbólgan magnaðist stórum og hefur verið mjög óróasamt í land- inu. Fór svo að Argentína brast úr hendi einvaldans og hann flýði land. í kosningum, sem fóru fram 1958, vann róttæki flokkurinn sigur með loforð- um um umbætur og framfarastefnu. Foringi þessa flokks, Arturó Frondizi, settist í forsetastól, en síðan hann tók við völdum hefur fjárkreppan enn ágerzt; 1959 tvöfölduðust erlendar skuldir og komust upp í 2500 milljón- ir dala. Gífurleg dýrtíð hefur valdið mikilli ókyrrð á vinnumarkaðnum, svo að verkföll hafa verið mjög tíð. Frondizi hefur fleytt sér á bandarísk- um lánum, en til þess að greiða fyrir þeim lántökum hefur hann fylgt sam- dráttarstefnu í atvinnumálum og gert erlendu fjármagni hægar um vik í landi sínu, en hinni róttæku kosninga- stefnuskrá hefur hann fleygt fyrir borð. Nú er svo komið, að bandarískt fjármagn hefur algerlega ýtt hinu enska til hliðar. Sama máli gegnir um Chíle. Iðn- væðingin þar hefur lent í úlfakreppu og landið á við fj árhagserfiðleika að etja. Jorge Alessandri forseti hefur reynt að hressa fjárhaginn við með því að fylgja samdráttarstefnunni, hann hefur dregið úr verklegum fram- kvæmdum og haldið verklaunum niðri, en verðbólga hefur haldið áfram að vaxa og erlendar skuldir að hlaðast upp, svo að þær nema nú 850 milljónum dala. Megn ókyrrð ríkir meðal alþýðu í bæjum og sveitum og verkamenn hafa háð harðvítug verk- föll í blóra við hinn íhaldssama for- seta. Bændur og landbúnaðarverka- menn búa við hin bágustu kjör og eiga vart málungi matar, en 10% þjóðarinnar á nær allt ræktarland. Gagnauðugasta land Suður-Amer- íku er Venezúela, en þar eru málmar í jörðu, svo sem járn og miklar olíu- lindir, og er það annað í röð mestu olíuvinnslulanda heimsins. Perez Ji- menez stjórnaði landinu sem einvald- ur væri á árunum 1953—1958. Tals- verðu fjármagni var varið til iðnvæð- ingar, en mikið fé fór í súginn og for- setinn kom ógrynni fjár úr landi. Auðfélögin höfðu mikla velþóknun á Jimenez, enda gaf hann þeim mikið svigrúm til athafna í landinu. Honum var steypt af stóli í allsherj ar uppreisn í janúar 1958, og í desember sama ár var Rómuló Betancourt kosinn forseti og fekk það hlutverk að ráða bót á óstjórn forvera síns. Stjórn Betan- courts hófst handa um að leysa brýn- asta vandamál landsins, að skipta stórjörðum milli jarðnæðislausra 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.