Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 4

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 4
TIMARIT MALS OG MENNINGAR gefa erlendu valdi hvað sem var löngu áður en um nokkuð var beðið. Um það eru til fjöl- margir vitnisburðir frá stríðsárunum og stríðslokum. Það út af fyrir sig getur ekki vakið nokkrum manni furðu, því þjóðsvik og landráð hafa lengi verið atvinnuvegur og munaður einhvers hluta þeirrar stéttar hvar í heimi sem er. En hitt er athyglisvert að mikill meiri hluti íslenzkrar borgarastéttar laut og lét undan, og merkilegt er að hver einasti pólitískur fulltrúi hennar sagði hátíðlega með upply/tum höndum að hann vildi vera þrœll og ekki frjáls maður.1 Enn hefði þetta ekki þurft að teljast til tíðinda ef hér hefði verið um að ræða ellimóða stétt sem hefði verið búin að glata allri vitund um þjóðlegan uppruna sinn. En nú var íslenzka borgarastéttin ung stétt í ríki sem rétt var nýbúið að ná fullveldi sínu úr greipum erlends valds. Hvað hefði þá verið eðlilegra en hinn þjóðlegi hluti hennar hefði verið þjóðsvikurunum yfirsterkari, — og úr því ekki var svo vel, var þess þá ekki að vænta að einhver minnihluti hennar risi upp og héldi á loft merki nýlokinnar sjálfstæðisbaráttu, tæki að sér að varðveita tengslin við þann helming stjórnmálamanna á þingi sem voru andsnúnir valtýskunni 1901, við þá sjálfstæðismenn sem ekki vörðu sjálfstæðið af ein- tómri spekúlasjón 1908, eða við þá þrjá sem alla stund stóðu upp úr bræðingnum og grútnum? Það er varla hægt að bera á móti því að þeir stjórnmálamenn hafi verið til innan borg- arastéttarinnar sem fundu til þessara tengsla. Hinsvegar er erfitt að ákvarða hversu stór sá hluti hefur verið. Hvað um það, jafnvel þó aðeins fáeinir þingmenn sjálfstæðisflokksins liafi verið andvígir uppgjöfinni og hefðu breytt eftir sannfæringu sinni, mundi það hafa nægt til að koma í veg fyrir samþykkt hennar, og sennilega hefði það einnig stappað stál- inu í þá hálfvolgu úr öðrum þingflokkum svo að þeir hefðu þorað að neita. Hvaða hvatir, hvaða nauðung knúði þessa menn til að beygja sig? Líklega má segja að tvennskonar hvatir kæmu einkurn til álita: efnahagslegar hvatir og óttinn við kommúnismann. Eins og að ofan er látið liggja að óskaði allstór hluti íslenzkrar borgarastéttar þess eins í lok stríðsins að Island gerðist efnahagsleg hjálenda Bandaríkj- anna í þeirri von að stríðsgróðabyrinn mundi þá ekki lægja, og var þá lítið hirt um hvaða pólitísk skilyrði fylgdu með í ofanálag ... Án efa hefur þessi ósk verið nokkuð útbreidd undir niðri, en varla meðvituð af mörgum. „Bara að kaninn taki okkur nú“ sögðu og hugs- uðu varla aðrir en þeir sem töldust til allra lítilmótlegasta auðskrílsins. Síðar meir varð fátækraframfæri hjá Bandaríkjastjórn eina úrræði stjórnenda vorra, en f járhagur landsins var síður en ekki í kaldakoli 1945—46, og það er ekki ástæða til að ætla að hinir sæmilegri borgarar hafi þá ekki trúað á efnahagslega möguleika sjálfra sín, ekki líklegt að þeir sem nauðugir hafa samþykkt afsal landsréttinda hefðu látið efnahagslegar hvatir auðskrílsins ráða baggamuninn, ef ekkert annað hefði komið til. En óttinn við kommúnismann — er líklegt að hann hafi getað verið driffjöður uppgjaf- arinnar? Áður en þeirri spumingu er svarað verður að gæta þess að 1945—1946 var sá ótti langt frá því að vera jafnáhrifamikið áróðurstæki eins og þegar Atlantshafsbandalagið var sett á fót. Forleikur kalda stríðsins var að vísu byrjaður 1946 — það getum vér borið um sjálfir því krafa Bandaríkjamanna um herstöðvar 1945 sýnir bezt að þeir voru komnir 1 „... þegar (...) Íslendíngar hafa sjálfir látið fulltrúa sína á alþíngi segja hátíðlega með upplyptum höndum, að þeir vilji vera þrælar og ekki frjálsir menn, þá játa eg að alþíng komi þeim ekki við, en fyrri ekki.“ — Jón Sigurðsson: Um alþíng (1842). 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.