Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 25
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA
Þessi sérstaða íslands er okkur til
lítillar sæmdar, því vel mætti draga af
henni þá ályktun að í ríkisstjórn okk-
ar væru meiri afglapar í utanríkismál-
um, óheilli lýðræðissinnar, eða lítil-
fjörlegri leppar Bandaríkjastjórnar
en hinum Norðurlandaþjóðunum
þykir hæfa að velja sér til forystu.
Á þessu ellefu ára tímabili hefur
aðstaða Bandaríkjanna til að meina
Kína aðild að Sameinuðu þjóðunum
orðið æ óhagstæðari. Sumpart hefur
saxazt á það atkvæðamagn sem þau
réðu yfir til þessa óþurftarverks
(margar þjóðir hafa tekið þann kost
að sitja hjá við atkvæðagreiðslur til
að þurfa ekki beinlínis að ganga í ber-
högg við heilbrigða skynsemi), að
hinu leytinu hefur óhjákvæmileg þró-
un leitt til þess, að fjölmargar fyrrver-
andi nýlenduþjóðir hafa öðlazt at-
kvæðisrétt innan samtakanna og beitt
honum samkvæmt eigin sannfæringu
og gegn vilja Bandaríkjanna. Á þingi
Sameinuðu þjóðanna á síðastliðnu
hausti féllu atkvæði þannig, að 42
voru á móti aðild Kína að samtökun-
um, 34 með, og 22 ríki sátu hjá —
þeii ra á meðal ísland.
En jafnframt því sem „verndurum
lýðræðisins“ hefur orðið óhægra um
vik að verja afturhaldsstefnu sína fyr-
ir lýðræðinu á þingi Sameinuðu þjóð-
anna, hafa þeir gerzt æ umsvifameiri
á öðrum vettvangi hin síðari ár: Þeir
hafa hafið stórfellda áróðurssókn
gegn Kínverska alþýðulýðveldinu og
varið til þess öllum blaðakosti og út-
varpsstöðvum sem þeir ráða yfir í
hinum „frjálsa heimi“. í þessari áróð-
ursherferð taka þátt einnig þeir, sem
að nafninu til viðurkenna alþýðu-
stjórnina, eða sitja hjá við atkvæða-
greiðslur um aðild hennar að Samein-
uðu þjóðunum; málgögn þeirra eru
jafnvel enn ósvífnari í garð kín-
verskra stjórnarvalda en sjálfir hús-
bændur leppsins Sjang Kæ-sjeks. Það
er eins og þeir þori nú fyrst að segja
hug sinn allan, anonýmt, bak við
blaðsnepilinn eða þulinn í útvarpinu.
Kínverska stjórnin, segja þeir, er sam-
safn kúgara og morðingja, sem láta
sér ekki nægja að þrælka 670 milljón-
ir Kínverja, heldur vilja bæta við
Tíbetum og helzt öllu mannkyninu að
Rússum meðtöldum; morðingjar sem
skjóta úr fallbyssum á saklausar eyjar
og bíða nú þess eins færis að kynda
heimsbál þar sem helmingur mann-
kyns færist í vetniseldi — svo að þeir
geti að lokum drottnað yfir rústunum
í krafti mannmergðar sinnar.
Það er óþarfi að geta þess að Al-
þýðublaðið og Morgunblaðið taka
snerpulega undir þennan fordæming-
aróð. Ég veit ekki hve mörg prósent
blaðlesandi íslendinga kunna að hafa
látið umturnast af þessum áróðri, en
tímabært virðist að honum sé andæft
með staðreyndum, úr því föng eru á
þeim. Það kynni líka að vera að ís-
lenzkum leppum yrði óhægra að tala
tungum undan blaðsneplinum sínum
103