Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
gamals sigurs, en um þann sigur sagði sá maður sem gerst mátti vita, Bjarni Jónsson írá
Vogi, að hann hefði verið „sofandans sigur“. —
Svarið við þeirri spurningu sem hér hefur verið rædd nokkuð verður forvitnilegt: jiað
verður fróðlegt að sjá leyniskjölin og endurminningarnar þegar þar að kemur, sálfræðilega
merkilegt að skoða rýrnun hins borgaralega manndóms í dagsljósi. En nú í dag er mikils-
verðast að minnast þess að 1946 stóð íslenzk borgarastétt á vegamótum, og valdi þann
kostinn að leggja inn á braut þjóðernislegs afsals og uppgjafar. Mikill hluti hennar hafði
þá algerlega slitið tengslin við sögu sjálfstæðisbaráttunnar; einhver lítill hluti hélt þeim
enn við, en skorti djörfung til að standast þær þvinganir sem í frammi voru hafðar. Með
einfaldari orðum: Þjóðlegt borgaralegt forustulið sem væri fært um að standast sameinað
áhlaup innlends auðskríls og erlends valds var ekki til. Aðeins fáein merki benda til þess
að nokkur barátta hafi átt sér stað innan borgarastéttarinnar áður en uppgjöfin var gerð
að lögmáli hennar. Það var síðasti kippur samvizkunnar.
Að loknu þessu stutta hiki var brautin bein. 1949 þurfti borgarastéttin ekki að sigrast
á neinni blygðunarkennd sinna manna, hvað þá heldur 1951. Og í landhelgismálinu sællar
minningar höfðu stjórnmálamenn hennar það eitt í huga hvernig svíkja mætti þjóðina með
sem minnstri hættu. — Þess gerist því ekki þörf núorðið að leggja niður fyrir sér hvaða
stefnu borgarastéttin hefur í málum þjóðernis og sjálfstæðis: hún er nú ekki lengur nein
til. Hitt er meira um vert að gera sér þess glögga grein hvaða aðferðum forustumenn henn-
ar beita við þjóðina til að leika á þjóðerniskennd hennar og sjálfstæðisvilja.
Hvílíka skrípamynd hefur lýðræðið á Islandi tekið á sig síðan 1945! Borgarastéttin og
skósveinar hennar, sem mest gambra um lýðræðisást, eru að fullu og öllu hætt að líta á
lýðræðið sem stofnun til að leita eftir skoðunum þjóðarinnar á málunum, heldur eingöngu
sem tæki til að nauðga samvizku þjóðarinnar. Svívirðilegur, ofbeldisfullur, kolsvartur og
blygðunarlaus áróður hefur það hlutverk að villa um fyrir almenningi, en þegar jafnvel
það dugir ekki til þá er tekið til þess ráðs að „snúa á“ þjóðina í náinni samvinnu við her-
veldin sem Island hefur verið veðdregið, og eftir samstilltri hemaðaráætlun. Hér skal sér-
staklega minnt á tvö samstæð dæmi:
1945—46 leikur ekki nokkur vafi á því að mjög mikill hluti þjóðarinnar var andvígur
hverskonar afsali landsréttinda.Tilboði Bandaríkjanna 1945 um herstöðvaleigu til 99 ára er
hafnað í samræmi við ótvíræðan þjóðarvilja, — og gengið til kosninga. Flestir frambjóð-
endur 1946 hétu því beint eða óbeint að standa á móti frekari ásælni Bandaríkjamanna, en
aðeins tveir lýstu yfir stuðningi við herstöðvar. En eftir á varð með öllu augljóst að gerzt
hafði aðeins það, að Bandaríkjastjórn í samráði við íslenzka stjórnarherra hafði frestað
samningum fram yfir kosningar svo að þingmenn sem fylgjandi voru réttindaafsali gætu
logið sig og svikið inn á þing, sem frelsishetjur. Þannig kom þá fram stuðningur hins
mikla „engilsaxneska lýðræðisríkis" við raunveralegt lýðræði á Islandi. Meirihluti þing-
manna sem settist á þing 1946 gerðust eiðrofar. Nákvæmlega sami leikurinn var leikinn í
landhelgismálinu, nema nú voru eiðrofin enn berari: hver einasti frambjóðandi 1959 mun
hafa leikið frelsishetju og Bretahatara, og Bretastjóm vissi hvað til síns friðar heyrði: hún
beið fram yfir kosningar.
Þannig er þeirra lýðræði; og þó þessi tvö dæmi séu hér valin vegna þess að þau eru
sérstaklega augljós, þá sýna þau aðeins mynd af hinni algengu umgengnisvenju valdastétt-
arinnar gagnvart lýðræðinu á íslandi. Hvert það mál sem stjórnmálamennirnir vita að'
84