Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 51
SKALDIÐ
væri miðsumar, og um gráleitan himininn flugu tveir hegrar með miklum arn-
súgi, og allt þetta var miklu fegurra og fullkomnara en kvæði lærisveinsins og
varð hann því dapur og fannst hann vera harla lítilmótlegur. Og þannig fór
öldungurinn að hverju sinni, og að tveim árum liðnum var Han Fook næstum
fullnuma í lúluleiknum, en ljóðlistin virtist honum æ erfiðari og háleitari.
Þegar tvö ár voru liðin var unglingurinn gripinn ákafri þrá til að hitta
aftur ættfólk sitt og unnustu sína og hann bað meistarann fararleyfis.
Meistarinn brosti og kinkaði kolli. „Þú ert frjáls,“ sagði hann, „og getur
haldið hvert á land, sem þú kýst. Þú getur komið hingað aftur, þú getur stað-
næmzt heima hjá þér, alveg eins og þig lystir.“
Síðan hélt lærisveinninn leiðar sinnar, óþreyjufullur, unz hann morgun einn
er grána tók af degi stóð á fljótsbakkanum á móts við heimkynni sín og leit
ættborg sína handan við bogabrúna. Hann læddist eins og þjófur á nóttu inn í
garð föður síns og heyrði andardrátt hans út um glugga svefnherbergisins;
hann laumaðist inn í ávaxtagarð við hús unnustu sinnar, klifraði upp í perutré
og horfði á hana greiða hárið í svefnherbergi sínu, og þegar hann bar þetta allt
saman við þá mynd, sem hann hafði gert sér í hugarlund í heimþrá sinni, þá
varð honum ljóst að það var hlutskipti hans að vera skáld og hann sá að í
draumi skáldanna býr fegurð og yndisleiki, sem menn leita árangurslaust í
heimi veruleikans. Og hann fór aftur niður úr trénu og flýði út úr garðinum
og yfir brúna burt frá ættborg sinni og snéri aftur á vit dalsins í fjöllunum.
Þar sat hinn aldni meistari fyrir framan kofa sinn á hinni látlausu mottu og lét
fingur sína renna yfir strengi lútunnar, og í stað þess að heilsa hafði hann yfir
tvö erindi um þá miklu hamingju sem listin getur veitt, og svo djúp og hljóm-
fögur voru þessi erindi, að augu unglingsins fylltust tárum.
Han Fook staðnæmdist nú aftur hjá meistara hins Fullkomna orðs, sem
fór nú að kenna honum á hörpu, þar eð hann var fullnuma á lútu, og mánuð-
imir hurfu nú eins og snjór í leysingu. Ennþá kom það tvisvar sinnum fyrir,
að heimþráin yfirþyrmdi hann. í annað sinnið laumaðist hann brott að nætur-
þeli, en áður en hann hafði beygt út úr dalnum, strauk vindurinn strengi hörp-
unnar, sem hékk fyrir dyrum kofans, og tónarnir náðu eyrum hans og hann
stóðst ekki ákall þeirra og snéri við. í hitt sinnið dreymdi hann, að hann væri
að gróðursetja tré í garði sínum og eiginkona hans sæti við hlið hans og börn
hans vökvuðu tréð með mjólk og víni. Þegar hann vaknaði var tunglskin í
herbergi hans og viti sínu fjær reis hann upp og kom auga á meistara sinn i
næsta rúmi. Hann var sofandi, en skegg hans bærðist eilítið við andardrátt
hans; þá fylltist hann hatri á þessum manni, sem honum fannst hafa eyðilagt
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
129
9