Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 41
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA fótum undir hið illræmda keisaraveldi að nýju. En gegn þeim og hinum inn- lenda aðli stóð sameinuð alþýða Rúss- lands, bændur og verkamenn hlið við hlið, og létu engan bilbug á sér finna. Af þessum atburðum mátti draga afdráttarlausar ályktanir. En fleira kom til sem skýrði línurnar enn frek- ar. Síðan um aldamót höfðu heims- veldin veitt fjármagni sínu inn í Kína í stórum stíl. Þau áttu nú sterk ítök í iðnaði og námuvinnslu Kínverja og höfðu í rauninni allt fjármálakerfi landsins í höndum sér. Kína var orðin hálfnýlenda þeirra sem þau arðrændu miskunnarlaust. Þetta kemur skýrt fram af ummælum bandaríska auð- jöfursins Charles Schwab (Betlehem Steel Co.), en hann lét þess getið að ódýrara reyndist að flytja inn kín- verskt hrájárn en selflytja það milli vinnslustöðva í Bandaríkjunum sjálf- um. Forsenda þessa reikningsdæmis var að sjálfsögðu sú, hve laun kín- verskra verkamanna voru lág. En með auknum iðnaði fjölgaði mjög í verka- lýðsstétt Kínverja og andstæðurnar í þjóðfélaginu jukust frá ári til árs. Loks tóku verkamenn að bindast sam- tökum til að bæta kjör sín, — en þá kom fljótlega á daginn hvar hina raunverulegu óvini kínversku þjóðar- innar var að hitta: erindrekar heims- auðvaldsins kepptust um að krefjast þess af leppstjórninni í Peking, að verkföllin yrðu bæld niður með harðri hendi, og síðar tóku þeir bein- an þátt í að kúga verkamenn til hlýðni með vopnavaldi. Þeir sendu jafnvel herskip til höfuðs þeim. Meðal þeirra sem drógu rökréttar ályktanir af þessum atburðum var dr. Sun Jat-sen. Skömmu eftir að hann var hrakinn í útlegð á nýjan leik hafði hann stofnað ný pólitísk samtök sem nefnd voru Kínverski byltingarflokk- urinn. Nú var hann aftur kominn heim til Kína og byrjaður að skipu- leggja nýja þjóðfrelsishreyfingu. Hann hafði hliðsjón af þeim lærdóm- um sem draga mátti af rússnesku bylt- ingunni og gerði sér Ijóst að hann yrði fyrst og fremst að byggja hreyf- inguna á því afli sem bjó með alþýðu- stéttum landsins, verkamönnum og bændum. Og þegar hinn nýstofnaði Kommúnistaflokkur Kína bauð hon- um samvinnu 1923 tók hann boðinu fegins hendi. Hann var nú horfinn frá hinni skammsýnu, borgaralegu stefnu sem hann hafði áður aðhyllzt og skil- greindi hana sem orsök þess að Kuo- mintangflokkurinn hafði lent á villi- götum 1912 (er hann fékk leppnum Juan völdin í hendur). Kuomintang- flokknum var því sett ný og róttækari stefnuskrá, og í bandalagi við komm- únista var nýrri byltingarstjórn kom- ið á laggirnar í Kanton. Þar var stofnaður herskóli til að þjálfa liðs- foringjaefni byltingarhersins. Tveir af forstöðumönnum hans áttu síðar eftir að verða heimsfrægir menn, 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.