Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 41
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA fótum undir hið illræmda keisaraveldi að nýju. En gegn þeim og hinum inn- lenda aðli stóð sameinuð alþýða Rúss- lands, bændur og verkamenn hlið við hlið, og létu engan bilbug á sér finna. Af þessum atburðum mátti draga afdráttarlausar ályktanir. En fleira kom til sem skýrði línurnar enn frek- ar. Síðan um aldamót höfðu heims- veldin veitt fjármagni sínu inn í Kína í stórum stíl. Þau áttu nú sterk ítök í iðnaði og námuvinnslu Kínverja og höfðu í rauninni allt fjármálakerfi landsins í höndum sér. Kína var orðin hálfnýlenda þeirra sem þau arðrændu miskunnarlaust. Þetta kemur skýrt fram af ummælum bandaríska auð- jöfursins Charles Schwab (Betlehem Steel Co.), en hann lét þess getið að ódýrara reyndist að flytja inn kín- verskt hrájárn en selflytja það milli vinnslustöðva í Bandaríkjunum sjálf- um. Forsenda þessa reikningsdæmis var að sjálfsögðu sú, hve laun kín- verskra verkamanna voru lág. En með auknum iðnaði fjölgaði mjög í verka- lýðsstétt Kínverja og andstæðurnar í þjóðfélaginu jukust frá ári til árs. Loks tóku verkamenn að bindast sam- tökum til að bæta kjör sín, — en þá kom fljótlega á daginn hvar hina raunverulegu óvini kínversku þjóðar- innar var að hitta: erindrekar heims- auðvaldsins kepptust um að krefjast þess af leppstjórninni í Peking, að verkföllin yrðu bæld niður með harðri hendi, og síðar tóku þeir bein- an þátt í að kúga verkamenn til hlýðni með vopnavaldi. Þeir sendu jafnvel herskip til höfuðs þeim. Meðal þeirra sem drógu rökréttar ályktanir af þessum atburðum var dr. Sun Jat-sen. Skömmu eftir að hann var hrakinn í útlegð á nýjan leik hafði hann stofnað ný pólitísk samtök sem nefnd voru Kínverski byltingarflokk- urinn. Nú var hann aftur kominn heim til Kína og byrjaður að skipu- leggja nýja þjóðfrelsishreyfingu. Hann hafði hliðsjón af þeim lærdóm- um sem draga mátti af rússnesku bylt- ingunni og gerði sér Ijóst að hann yrði fyrst og fremst að byggja hreyf- inguna á því afli sem bjó með alþýðu- stéttum landsins, verkamönnum og bændum. Og þegar hinn nýstofnaði Kommúnistaflokkur Kína bauð hon- um samvinnu 1923 tók hann boðinu fegins hendi. Hann var nú horfinn frá hinni skammsýnu, borgaralegu stefnu sem hann hafði áður aðhyllzt og skil- greindi hana sem orsök þess að Kuo- mintangflokkurinn hafði lent á villi- götum 1912 (er hann fékk leppnum Juan völdin í hendur). Kuomintang- flokknum var því sett ný og róttækari stefnuskrá, og í bandalagi við komm- únista var nýrri byltingarstjórn kom- ið á laggirnar í Kanton. Þar var stofnaður herskóli til að þjálfa liðs- foringjaefni byltingarhersins. Tveir af forstöðumönnum hans áttu síðar eftir að verða heimsfrægir menn, 119

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.