Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 63
ERLEND TIMARIT
áhrif á rödd Kúbu eins og ég flyt yður hana.
Eg hef ekki heldur reynt að leyna því sem
mér virtist tvírætt í þessum málflutningi,
eða leggja á það áherzlu. Ég endurtek:
markmið mitt er að sjá til þess að rödd kúb-
önsku byltingarinnar heyrist."
Grein Mills er löng og ekki tök að birta
liana alla hér, en kajlar úr henni jara hér
á ejtir. Þ'að er rödd Kúbu sem talar:
„Við tölum til ykkar af því að við erum
þeirrar skoðunar, að þið hafið ekki lengur
samband við okkur. Það er að vísu rétt, að
við Kúbumenn höfum aldrei haft náin
tengsl við ykkur. En sem þjóðir, hvor með
sína stjórn, höfum við nú fjarlægzt svo
hvorir aðra, að Kúbuþjóðimar eru nú orðn-
ar tvær — við og sú mynd sem þið hafið
gert ykkur af kúbönsku þjóðinni. Þetta
kæmi kannski ekki svo mjög að sök, ef ekki
væri þannig ástatt að við Kúbumenn vitum,
að við erum að byrja nýtt líf, sem áður var
óþekkt í Ameríku, jafnvel í heiminum. Það
gæti kannski orðið nýtt líf fyrir ykkur líka.
Við viljum að þið vitið, að í augum flestra
okkar er þetta nýja líf það bezta sem fyrir
okkur hefur komið. í augum sumra okkar
— og ykkar flestra býst ég við — er margt
í því óráðið, óljóst og erfitt að átta sig á því.
En er ekki svo um allt nýtt? Við Kúbu-
menn göngum nú götu, sem engin þjóð í
Ameríku hefur áður gengið. Við vitum ekki
og getum ekki vitað fyrir víst hvert sú gata
liggur. En við óttumst, að það sem þið ger-
ið eða látið ógert muni ráða miklu um það.
Og það er okkur áhyggjuefni; því að sjáið
til: það eru örlög okkar sem um er að ræða.
Og þið þekkið okkur ekki, vitið ekki hvern-
ig við erum og hvernig við urðum það sem
við erum, hvað við erum að reyna að gera
og hvaða þrándar geta orðið í götu okkar.
Hugleiðið andartak hvernig við höfum
kynnzt. Ymsir ykkar komu til Havana —
raunar í tugþúsunda tali síðasta áratuginn.
Sumir komu aðeins til að baða sig í sól-
inni á baðströndum Kúbu, sem okkur Kúbu-
mönnum var meinaður aðgangur að. En
aðrir komu til að spila fjárhættuspil og til
að hórast. Við stóðum á götuhornum og
horfðum á ykkur njóta sumarleyfisins fjarri
vetrarkuldum heimkynna ykkar. Við Kúbu-
menn þekkjum syndina eins og aðrir, enda
á að heita svo að við séum kaþólskir. En í
Ifavana var syndin skipulögð, og það skipu-
lag færði fáum mönnum auð fjár, en ungl-
ingstelpum, tólf til fjórtán ára, alla viður-
styggð pútnahúsanna.
Það er kannski tvennt sem þið vitið ekki
um, f járhættuspilið og saurlifnaðinn. Drjúg-
ur skildingur hafnaði í fjárhirzlum spilltr-
ar ríkisstjórnar Kúbu, sem ríkisstjóm ykk-
ar og ýmsir kaupsýslumenn ykkar studdu.
Mikið hafnaði einnig í vösum glæpamanna
ykkar frá Chicago, New York og Los Ange-
les. Enginn veit hve margar systra okkar
voru vændiskonur á Kúbu síðustu ár ógnar-
stjómar Batista. Um fjárhættuspilið eru
ekki til neinar tölur, sem betur fer fyrir
ýmsa, en tugþúsundir spilakassa vom á víð
og dreif um eyna. Það var rækilega skipu-
lögð fjárplógsstarfsemi, stjórnað beint og
óbeint af valdamönnum í ógnarstjórn Bat-
ista.
Og ástandið á Kúbu í þessum efnum, það
hafið þið átt ykkar þátt í að skapa: með
stuðningi ykkar við stjóm „okkar“, með að-
stoð glæpamanna ykkar og með dekri við
duttlunga hinna auðugu túrista úr ykkar
hópi. En nú er þessu lokið, það skuluð þið
vita, kanar góðir: við höfum sett okkur lög,
og við ætlum að framfylgja þeim lögum,
með byssu í hönd. Systur okkar verða ekki
lengur kanahómr.
Þannig eru þá kynni okkar — þau eru
kynni túristans af hinum innfæddu — og
það eru ekki mikil kynni.
Og hvað um fyrri kynni? Þið segið eða
hugsið: „Við höfum ekki gert ykkur Kúbu-
141