Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR dyrnar, og gengu nú til þess leiks, er Evrópuveldin höfðu stundað ötullega undanfarna áratugi. I fyrstu seildust þeir einkum til hinna gróðursælu eyja Karíbahafsins og Mið-Ameríkuríkja, en fyrr en varði áttu þeir ítök í öllum ríkjum rómönsku Ameríku, þó að í misjöfnum mæli væri. Er Bandaríkja- menn unnu sigur á Spánverjum 1898, slógu þeir eign sinni á eyna Púertó Ríkó, en gerðu Kúbu að verndarsvæði sínu. Með hinni svonefndu Platt-hag- ræðingu 1901 fengu þeir íhlutunar- rétt um innanríkismál Kúbu og flota- bækistöð í Guantanamó á suðaustur- hluta eyjarinnar, sem þeir hersetja enn í dag. Þetta var upphaf að ágengri og ruddalegri afskiptastefnu Banda- ríkjamanna í rómönsku Ameríku. Fátt eitt skal drepið hér á úr þeirri sögu. Bandaríkjamenn studdu upp- reisnarmenn í Panama 1903 og réðu það svæði undan Kólumbíu, en þar skyldi koma hinn mikilvægi skipa- skurður. Kúbu hersátu þeir 1906— 1909 og aftur 1916—1918, Níkaragva 1912—1925, Haíti 1915—1934 og Dóminíkanska lýðveldið 1916—1924. Þá höfðu Bandaríkjamenn sífelld af- skipti af borgarastyrjöldinni í Mexíkó 1911—1920, og að boði Wilsons for- seta hertóku þeir hafnarbæinn Vera Cruz, en Standard Oil átti þar hags- muna að gæta. Þá skiptu Bandaríkja- menn sér mjög af málefnum Mið- Ameríkuríkjanna, svo sem fjármálum þeirra og tollamálum. Það kemur mörgum spánskt fyrir sjónir, að aldrei voru afskipti Bandaríkjamanna jafnfrekleg og á forsetaárum Wilsons 1913—1921, en á heimsstyrjaldarár- unum og á Versalafundi hvatti hann stjórnmálamennina skelegglega til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna. Þegar heimsstyrjöldinni fyrri lauk, höfðu Bandaríkjamenn skotið öllum keppinautum sínum aftur fyrir sig. Verzlun þeirra við rómönsku Amer- íku hafði aukizt úr 743 milljónum dala 1913 í 3 milljarða 1919, og fjár- festing þeirra úr 55 milljónum dala árið 1900 í 6 milljarða 1927. Banda- rísk auðfélög settust að öllum auð- lindum Suður-Ameríku, en meðal þeirra eru alkunn félög eins og Stand- ard Oil og U.S. Steel, sem hafa mikið umleikis í Venezúela, og Anaconda Copper Mining Co. í Chile. Þá náðu auðfélögin undir sig víðáttumiklum lendum í flestum löndum rómönsku Ameríku, svo sem Ford í Brasilíu, American Sugar Company á Kúbu og United Fruit Company í Mið-Amer- íku. Á vegum Bandaríkjamanna eru einnig þjónustufyrirtæki alls konar, sem starfrækja járnbrautir, strætis- vagna, sporvagna, flugvélar, síma, hótel, banka, tryggingar o. s. frv. Bandarikjamenn hafa verið áfjáðir að festa fé sitt í rómönsku Ameríku, enda hefur það skilað langtum ríkari og fljótteknari arði en fjárfesting heimafyrir. Argentínskur hagfræð- 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.