Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 5
JÓN THÓR HARALDSSON
Eftirmæli Kalda stríðsins
EGAR þetta er ritað eru þær fréttir
helztar úr heimsmálum, að asahláku
gæti í hinu svonefnda „Kalda stríði“.
Undirritaður hefur verið samningur
um takmarkað bann við kjarnorku-
tilraunum, og standa að því banni
Sovétríkin, Bretland og Bandaríkin.
Að vísu leggja Frakkar og Kínverjar
á það ofurkapp að framleiða sínar
eigin sprengjur, en eigi að síður er
það almennt álit, að Kalda stríðið
hafi nú senn runnið skeið sitt á enda.
í þessari grein verður frá sagt bók,
er út kom fyrir tveim árum síðan og
fjallar um Kalda stríðið. Nefnist bók-
in The Cold War and its Origins, og
er eftir bandarískan prófessor, D. F.
Fleming að nafni. Hefur bók þessi
vakið verðskuldaða athygli, enda sízt
vanþörf á yfirlitsriti um þetta gagn-
merka stríð.
Bók D. F. Flemings er í tveim hind-
um heljarlöngum, en samtals er ritið
1158 blaðsíður. Er fyrra bindi tví-
skipt, og nefnist fyrri hlutinn Enemies
and Allies, 1917—1945, en hinn síð-
ari The Cold War in Europe, 1945-—
1950. Höfundur rekur hér sögu Sov-
étríkjanna í samskiptum þeirra við
aðrar þjóðir, allt frá innrásarstríðun-
um svonefndu fram að þeim tíma, er
Kalda stríðið kemst í algleyming.
Bókin endar á því, er Bandaríkin
missa einokunaraðstöðu sína á kjarn-
orkusprengj unni.
Eins og að líkum lætur liggur mik-
ið verk að baki bókar sem þessarar.
Það er einn helzti kostur höfundar,
hve vel og rækilega hann styður mál
sitt heimildum, en auk þess vill hann
vera hlutlaus í bezta lagi, og reynir
jafnl að setja sig í spor Sovétríkjanna
og þeirra ríkja annara, sem honum
eru hjartfólgnari. Þó er frá sjónar-
miði marxista ýmislegt við bókina að
athuga. Höfundur virðist lítinn sem
engan skilning eða þekkingu hafa á
eðli stéttabaráttu og kommúnisma, og
fræðikenningar marxismans eru hon-
um að meslu lokuð bók. Þar við bæt-
ist, að hann er ekki laus við að vera
dálítið barnalegur ísöguskoðun sinni.
Líkt og mörgum borgaralegum sagn-
fræðingum hættir honum til að of-
meta hlutverk einstaklingsins í fram-
195