Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 7
EFTIRMÆLI KALDA STRÍÐSINS frið. Skýringin er jafn augljós og hún er einföld: Sérhver þj óðfélagsleg breyting, er vegur að rótum hinna ævafornu yfirráða auðstéttarinnar yfir framleiðslutækjum mannanna, hlýtur að vera eitur í beinum banda- rískra forráðamanna, meðan enn rík- ir þar óbreytt þjóðfélag. Vart mun ofmælt, að á fyrri árum Kalda stríðsins hafi forystumenn Bandaríkjanna bundið vonir sínar allar við atómsprengj una. Fæstir myndu trúa því nú, og er þó stað- reynd eigi að síður, að á fyrstu árun- um eftir stríð var uppi öflug hreyfing á vesturlöndum, er vildi veita Rúss- um aðgang að kjarnorkuleyndarmál- inu. Bandarískum almenningi til verð- ugs hróss skal þess getið, að lengi vel þrjóskaðist hann við að viðurkenna þá glæpamynd, er reynt var að bregða upp af Sovétríkjunum. Fulton-ræðu Churchills var, þótt undarlegt megi virðast í dag, fálega tekið bæði í Bandaríkjunum og öðrum vesturlönd- um. Almenningur leit enn á Sovétrík- in sem „bandamenn, sem ætti að treysta11 fremur en „óvin, er óttast skyldi“ (Orðalagið frá Fleming l. En með gífurleg áróðurstæki auðvalds- ins að bakhjalli tókst að gerbreyta þeirri skoðun. Bandarískir forráðamenn settu á það allt sitt traust, að takast mætti að viðhalda einokun Bandaríkjanna á kjarnorkusprengjunni. Kom fyrir ekki, þótt vísindamenn á vesturlönd- um þrástöguðust á þeirri einföldu staðreynd, að engum væri fært að einoka náttúruöflin. Forráðamenn í Bandaríkjunum trúðu því gagnstæða, af því að þeir vildu trúa. Allt fram til þess tíma, er tilkynnt var, að Sovét- ríkin ættu sína eigin kjarnorku- sprengju mátti sjá í bandarískum hlöðum sífelldar bollaleggingar um „frelsun“ Austur-Evrópu, sem allt átti að gerast í skjóli kjarnorkusprengj- unnar. Sem fyrr segir lýkur fyrra bindi á þeirri örlagastund, er Bandaríkin standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að kjarnorkan er ekki lengur þeirra einkaeign. Valdamenn vestan tjalds urðu að kyngja því, að kjarnorku- styrjöld gegn Sovétríkjunum væri, þegar bezt léti, hæpin pólitík. Ekki létu þeir sér þó segjast við það. Kalda síriðið hélt áfram „sigurgöngu“ sinni og helzta huggunin var sú, að þrátt fyrir allt stæðu Bandaríkjamenn Rússum svo miklu framar, að ástæðu- laust væri að leita samninga. Prófess- or Fleming rekur ítarlega viðureign þessara ríkja á vettvangi alheims- stjórnmálanna. Hér að framan hefur verið sagður kostur og löstur á verki hans, og er þó einn lösturinn ótalinn. Höfundur virðist álíta valdbeitingu stórvelda sj álfsagða og eðlilega, og á það jafnt við um Bandaríkjamenn og Rússa. Hann rekur samvizkusamlega viðureignina, en þótt hann segi frá vömmum og skömmum stórveldanna 197
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.