Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 16
TIMARIT MALS OG MENNINGAR önsk vopn í Mansjúríu. En jafnvel eftir þetta hvatti Stalín Mao til þess að leysa upp heri sína. Það er ályktun Deutschers, að bylt- ingarhreyfingar þessa tíma hafi feng- ið Stalín til þess að yfirgefa þj óðern- isafstöðu sína og gerast leiðtogi mik- ils bandalags kommúnistaríkja og jafnvel þá hafi hann aðeins reynt að halda aðstöðu kommúnismans. Staðreyndirnar benda til þess, að Stalín hafi brj álazt í lok ferils síns, en þær sýna hann ekki sem óðan af á- gengni líkt og Hitler. Ekki er það heldur sennilegt, að dómur sögunnar sakfelli hann fyrir það að gerast ólm- ur byltingarforingi eftir heimsstyrj- öldina síðari. Það var stríðið, er aðr- ir hófu, sem leysti byltinguna úr læð- ingi — margvíslegar byltingar. Ein þeirra, kommúnistabyltingin, gengur enn ljósuin loga í heiminum. Afram- haldandi ógnun hennar verður rædd hér á eftir.“ Prófessor Fleming ræðir það síðan, að erfitt sé að finna neinar líkur til þess, að Rússar hafi óskað eftir deil- um við Vesturlönd. Hinsvegar hafi þetta orðið trúarsetning með Banda- ríkjamönnum, Rússland hafi verið þeim „gáta, hulin leyndardómi“ svo notuð séu orð Churchills áður fyrr. „Þegar Harrison Salisbury kom frá Rússlandi og hélt fyrirlestra svo hundruðum skipti í Bandaríkjunum, sagðist honum svo frá, að spurningin, sem oftast hefði verið fyrir hann lögð hefði með smávægilegum frávikum verið þessi: Haldið þér, að Rússland hafi látið af þeirri ætlun sinni að leggja undir sig heiminn? Áheyrend- ur hans voru „agndofa af undrun“ að heyra það, að venjulegir Rússar báru djúpan ótta í brjósti sökum heims- yfirráðastefnu Bandaríkjanna ■— og að þeir óttuðust það, að bandarísk- um vetnissprengjum yrðí varpað á Moskvu og Leningrad. Hann komst að því, að bandaríska þjóðin hélt, að Rússar tilheyrðu öðr- um kynflokki, að þeir væru átta fet á hæð og sveipaðir leyndardómi. Þeir héldu, að áreksturinn á Formósu- sundi væri Rússum að kenna, og að öll kommúnistavandkvæði ættu upp- tök sín í Moskvu. Sumt ungt og vak- andi fólk sá það, að ríkisstj órnará- róður okkar var ýktur, mótsagna- kenndur og einhliða, en hann komst að þeirri niðurstöðu, að „hugir okk- ar hafa ekki verið nógu vel þj álfaðir til þess að taka við og skilgreina það sem kemur frá blöðum, útvarpi, tíma- ritum og sjónvarpi. Og enn braut- skráum við fjölmarga stúdenta, sem skortir þekkingu til þess að skilja rætur og upptök meiri háttar alþj óða- deilu“. Þetta er harður dómur yfir skóla- kerfi okkar og yfir þeim gífurlega áróðri, sem sljóvgaði hug okkar á heitu árum Kalda stríðsins. Það er athyglisvert, að þegar Thomas P. Whitney, frá Associated 206
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.