Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 21
EFTIRMÆLI KALDA STRIÐSINS 8. Við ofbœttum (overcompensated for) fyrir einangrunarstefnu okkar. Höfundur ræðir það hér, að eftir að Bandaríkin höfðu afsalað sér allri ábyrgð eftir heimsstyrjöldina fyrri hafi þau allsstaðar skipt sér af öllu eftir 1945. Þó hafi blekkingin jafnan ráðið ríkjum um leið, og þjóðin hafi talið sér trú um það, að allt mætti öðlast, ef æskilegt væri, svo sem sam- einað Þýzkaland og „lýðræðislegt“ Kína. Hann leggur enn áherzlu á það, að horfið hafi verið frá stefnu þeirra Wilsons og Roosevelts og segir, að ef Bandaríkjamenn ætli sér að halda þroskaðri stjómmálastefnu sé þeim nauðsynlegt að forðast svo skyndi- lega stefnubreytingu við forsetakjör eða forsetalát. Níunda atriðið nefnir hann 9. Við vissum það ekki, að köld stríð vinnast aldrei. Er sá kafli mest almennar athug- anir, sem ekki verða raktar hér, að- eins bent á það sjónarmið höfundar, að svo hafi lýðræðisákafi Bandaríkja- manna verið mikill, að þeir hafi glat- að trúnaði þeirra, er þeir þóttust frelsa, og á það bæði við um Evrópu, en þó einkum Asíu og Afríku. Tí- unda og síðasta atriðið telur hann svo vera það, að í tilraunum sínum til þess að umkringja og einangra hina „rauðu risa“ hafi Bandaríkin hjálpað til við að skapa það afl, er þau óttuðust. Hann segir svo í kafla- lok, að áður fyrr hefðu Bandaríkin getað horfið aftur inn í einangrun sína, en gj öreyðingarvopn þau, er nú séu í beggja höndum, geri slíkt ekki fært, og aðeins sé unnt að stefna að samvinnu. Munu flestir þeirri álykt- un sammála. Þannig lýkur skýringum höfund- ar á því, hversvegna Vestrið tapaði sínu Kalda stríði. Margt er í henni at- hyglisvert, og munu þó andstæðingar Bandaríkjanna telja, að ekki sé nema hálfsögð sagan. Hér er rétt að skjóta því inn, að þegar höfundur ræðir Kalda stríðið virðist hann enga grein gera sér fyrir því, hversu samtvinnað allt efnahagslíf Bandaríkj anna hefur verið heriðnaði, og hvílík áhrif slíkt hlýtur að hafa á afstöðu Bandaríkja- manna til þess stríðs, er þeir hafa nú að sögn höfundar algerlega tapað. Hér gefst enginn kostur að ræða það nánar, en lesendum skal bent á bók Bandaríkjamannsins Fred J. Cook, er hann nefnir The Warfare State og rækilega tekur þetta efni til meðferð- ar. III í síðasta kafla hókarinnar, sem nefnist Framtíðin, telur höfundur lærdóma þá, er af Kalda stríðinu megi draga. Helzta ályktun hans er þessi: (II. bd. bls. 1075). „Þegar virðist ráðið, að komandi tímabil verði ekki „Old Ameríku“. 211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.