Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 23
EFTIRMÆLI KALDA STRÍÐSINS sé ekki uprpeisn kommúnista heldur kommúnistísk framleiðsla. Þó er höf- undur sannfærður um það, að þessi hagkerfi geti þróazt hlið við hlið. Hann kveðst aldrei hafa efað það, að Bandaríkjamenn geti háð með góðum árangri samkeppni við Sovétríkin, svo fremi þeir leggi aðaláherzluna á friðsamlegar aðferðir. Ekki skal hér dómur lagður á slíkt, enda sker fram- tíðin ein úr því, hvort hér er ein- göngu um frómar óskir höfundar að ræða. Þegar prófessor Fleming lítur yfir farinn veg Kalda stríðsins, kemst hann ennfremur að þeirri niðurstöðu, að ein alvarlegasta hlið þess sé sú hernaðarmeinloka, sem Bandaríkja- menn hafi verið haldnir. Þeir hafi velt fyrir sér fram og aftur og enda- laust hugsanlegu stríði og það svo rækilega, að enginn vissi hvað gera skyldi, ef stríðið brygðist. Hvergi er þetta augljósara en í þeim þætti Kalda stríðsins, er snýr að erlendri aðstoð Bandaríkjamanna. Höfundur segir, að á árunum fyrir 1960 hafi meir en 75% af allri erlendri aðstoð Banda- ríkj anna verið hernaðaraðstoð. Naumast mun það nágrannaland kommúnistaríkis vera til í heiminum, sem óhult sé fyrir bandarískri að- stoð. Og ekki þarf að lýsa því hvers- konar bandamenn eru Bandaríkjun- um kærastir. Syngman Rhee og Chi- ang Kai-shek eru dæmigerðir fulltrú- ar þeirra. Svo langt gekk þessi mein- loka Bandaríkjamanna, að 1958 höfðu þeir tekið hernaðarábyrgð á meir en fjörutíu þjóðum. Er sízt að furða þótt höfundur komist að þeirri niðurstöðu, að þeir hafi reynt að gera „of mikið fyrir of marga“. Eins og komið hefur fram áður, er höfundi ekki gjamt að leggja hag- fræðilegt mat til grundvallar sögu sinni. Þó kemur hann nokkuð að slíku efni í síðasta kaflanum. Hann veltir því fyrir sér, hvort íhaldssemi og and- sósíalismi Bandaríkjanna verði end- anlega banamein þeirra og kemur svo að oftrú þeirra á frjálsum markaði. Sízt er þess að vænta, að höfundur haldi fram sósíalisma, enda virðast Bandaríkjamenn oft á tíðum líta á einföldustu almannatryggingar sem ósvífinn koi.unúnisma. Þó segir hann að Bandaríkj amenn hafi látið hlekkj- ast til að halda það, að frjáls og sjálf- stjórnaður markaður myndi tryggja efnahagslegar framfarir auðvalds- ríkjanna. Þeir hafi lát'ð sér sjást yfir það, að ekki verði lengur komizt hjá einhverskonar áætlunarbúskap, enda þótt Bandaríkj amenn hafi gert þá skyssu að halda það, að áætlun jafn- gilti kommúnisma. Eitt sé víst: Svo lengi sem frjálst framtak sé talið jafn- gilda frelsi, geti enginn áróður stöðv- að framsókn einræðisaflanna, er hann nefnir svo. Fleiri eru bollaleggingar höfundar um framtíðina og verða ekki raktar hér. Nóg eru ágreiningsefnin. Höf- 213

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.