Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR undur telur Formósu og Berlín ein hin viðkvæmustu og bendir réttilega á, að harla sé ósennilegt, að friður komist á meðan Vestrið haldi dauða- haldi í jafn „óverjandi útvarð- stöðvar“. Sama gildir um Kína, þar hefur öll framkoma Bandaríkjanna verið með eindæmum, og mun seint friðar að vænta meðan stórveldi á borð við Bandaríkin viðurkennir ekki tilveru ríkis, sem telur fjórðung af íbúum jarðar. Reyndar þrjóskuðust Bandaríkjamenn í sextán ár við að viðurkenna Sovétríkin. Eftir því að dæma ættu þeir að viðurkenna Kína 1965. Höfundur segir: (II. bd. bls. 1103). „Þó að við gerum okkur ber- sýnilega ekki ósamræmið Ijóst, þá getum við ekki öllu lengur haldið fram Monroe-kenningunni, sem bann- ar sérhverju öðru stórveldi aðgang að Vesturálfu, og teygt samtímis völd okkar inn í Austurálfu fast að landa- mærum Rússlands og Kína. Okkur kann að þykja þetta eðlilegt og sann- gjarnt, en ekki verður hjá því komizt, að öðrum finnist það hroki einn.“ Svo mörg eru þau orð, og var sjald- an sannara mælt. Sagan sker svo úr um það, hve langan tíma það tekur Bandaríkjamenn að láta sér skiljast þessi einföldu sannindi prófessors Flemings. Og þá er komið að bókarlokum. Að endingu ræðir höfundur afvopn- unarmálin og þó einkum Sameinuðu þjóðirnar, en í þeim eygir hann helzt friðarvon. Hann segir: „Manninum hefur að lokum tekizt að snúa á sjálf- an sig. Hann hefur gert svo fullkom- in tæki til að drepa bróður sinn, að ef hann notar þau hættir hann sjálfur að vera til. Nú á hann engan kost utan þann að taka skyndilegum þroska og læra alþjóðasamvinnu í ófriðar stað. Hann getur ekki lengur látið lögmál frumskógarins gilda með þjóðunum. Og þó mun friður jafnan reynast óviss unz komið er á skipulögðu heimsríki. Að sjálfsögðu erum við ekki tilbúnir til þess, en það er sízt of snemmt að taka að gera sér grein fyr- ir nauðsynlegum stj órnmálalegum og félagslegum nýjungum og gera sér í hugarlund starfandi heimsríki. Meginspurningin er sú, hvort við reynumst færir um að byggja upp slíkt heimsríki áður en við „hættum að vera til“. Tíminn til stefnu kann að vera svo naumur, að á hverju ári skyldi stigið spor í þá átt að gera Sameinuðu þjóðirnar að félagsskap samvinnu og jákvæðs árangurs, fé- lagsskap, sem stefnir að alþjóðalög- um, sem unnt sé að treysta. Að segja sem svo, að þetta séu loft- kastalar og draumaborgir, eftir hyl- djúpan sorgarleik tveggja heimsstyrj- alda og í iniðju kj arnorkukapphlaupi, er að bjóða gjöreyðingarhættunni heim.“ Með þessum skynsemdarorðum, sem flestir munu sammála, lýkur bók- inni. 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.