Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 31
NIÐUR MEÐ LIST YKKAR Við sem sjálfir erum skapendur í brennandi lofsöng — dyninum í verksmiðjum og rannsóknarstofum vorum. Hvað er mér Faust, œvintýra flugeldur dansandi með Mefistófeles um parketgólf himnanna! Ég veit — nagli niðri í skó mínum er margfalt verri martröð en liugarfóstur Goethes! gullmunninn mesti, sem færi með hverju orði sálinni nýjan ajmœlisdag, líkamanum nýjan nafnsdag, segi við yður: hin smæsta arða lijandi lífs er meira virði en allt sem ég geri og hef gert! Hlustið! Hér predikar, stynur og hamast hinn dómharði Zarathustra okkar daga! Við með Jæssi andlit eins og svefnþvœld lök í rúmi, með varir sem hanga eins og Ijósakróna á snaga, við, fangar í borg hinna líkþráu, þar sem gull og saur slógu grínið kaunum, — erum hreinni en Feneyja heiðríkjan bláa, lauguð bœði hafi og sól í einu! Svei, að ekki er til hjá neinum Hómer eða Ovid fólk eins og við, bólugrafið af sóti. 221

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.