Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 33
NIÐUR MEÐ LIST YKKAR Þar sem ná ei augun manna, að oss grimmt með hungurskörum og þyrnikórónu byltinganna nítján hundruð og sextán fer. Og ég er þess fyrirrennari, ykkar á meðal; ég er þar sem sársaukinn er, allsstaðar; á hverju tári lief ég krossfest mig. Nú er ekkert lengur til að fyrirgefa. Eg hef brennt þœr sálir sem viðkvœmni geymdu. Það var erfiðara en að taka þúsund þúsund Bastillur! Og þegar þið tilkynnið komu þess með róstum og gangið á móti lausnara ykkar — skal ég rífa út sál mína, troða á henni, svo hún verði stór! — og rétta ykkur hana alblóðuga, sem fána. Annar kafli Ijóðaflokksins „Ský í buxum“. Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku. 223

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.