Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 50
JÚRÍ NAGÍBÍN Ljósið í glugganum ÍMARZLOK tók af brúna, sem lá yfir gjána og skildi heilsuhælið frá þjóðveg- inum. ísinn braut af ánni, og gerði skarð í frosinn veginn, síðustu sam- gönguleiðina. Allir aðdrættir til heilsuhælisins stöðvuðust. Birgðirnar entust í nokkra daga, en þá fór að ganga á þær. Ekki var annað eftir í búrinu en dálítið af niðursuðuvörum, sykri, olíu og þurrkuðu grænmeti. Og þá ákvað forstjórinn, Vassílí Petrovits, að fórna gestunum sínu eigin svíni. Brytinn sá um að slátra því. Hann var eldri maður, fastur fyrir og úrvals matreiðslu- maður. Vassílí Petrovits kom honum til aðstoðar, en það reyndist allt annað en auðvelt. Þegar þeir komu inn í svínastíuna, þá léði svínið Masska ekki frekar fangstaðar á sér en fuglinn fljúgandi, þótt hún væri stór og klunnaleg, orðin tólf púd að þyngd af því að háma í sig fituríkan matarúrgang. Auð- sjáanlega grunaði hana í hvaða tilgangi þeir voru komnir, enda þótt brytinn fæli hnífana fyrir aftan bak. Það var mikið erfiði að vinna á henni. Vassílí Petrovits og brytinn, hvor í sínu lagi og báðir saman, hlupu fram og aftur um hálft gólfið og reyndu að ná taki á fótum svínsins. Hið þunglamalega dýr, næstum blint af fitu, rann út úr sterkum greipum þeirra af eðlisávístm, sem óttinn við dauðann vekur. Það hljóp tryllt um og rýtti svo undir tók í öllu. Að lokum tókst þeim að velta henni um hrygg. Brytinn þreif langan hníf og með nákvæmlega útreiknaðri hreyfingu rak hann beitt, þunnt blaðið undir vinstri framlöpp svínsins, og kippti honum svo snöggt að sér. Síðan kalónuðu þeir Mössku, unz hún fékk vaxbrúnan lit. Þeir fláðu hana og verkuðu skrokkinn og þvoðu síðan blóðvöllinn. Vassílí Petrovits vann sinn hluta verksins eins og svefngengill. Hann hafði oft slátrað svíni, en í þetta skipti fékk hann ógeð á þessu einfalda, hversdagslega verki. Honum fannst þetta vera villimannleg grimmd gegn þessari feitu og varnarlausu skepnu. Hann gat ekki gleymt hinni örvæntingarfullu ásökun í daufum, rafgulum augum Mössku. Ekkert svín, sem hann hafði slátrað, hafði nokkru sinni horft þannig á hann. 240

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.