Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 51
LJÓSIÐ í GLUGGANUM En nú var þetta búið og gert. Sumarleyfisgestirnir átu Mössku upp með jafn góðri matarlyst og allt annað, sem á borð var borið. Vassílí Petrovits bjóst ekki við neinum þökkum. Það olli honum einhverskonar beiskri ánægju, að þessi óeigingjarni verknaður hans hlaut að gleymast. Samt sem áður fór það á annan veg. Þegar starfsfólk heilsuhælisins leit á forstj óra sinn, var ein- hver glampi í augum þess, sem ekki hafði verið þar fyrr. Vassílí Petrovits tók ekki eftir þessu fyrst í stað. Skortur á viðurkenningu er hverjum manni þung raun, en geri nokkuð menn hamingjusama, þá er það þögul viðurkenning þeirra, sem hann umgengst. Hinn búlduleiti, samanrekni forstjóri gekk um stoltur í fasi. Aðeins einn maður virti að engu afrek Vassílí Petrovits, og það var Nastja, herbergisþerna í hliðarálmunum. Forstjórinn leitaði árangurs- laust í hinum dökku, innstæðu augum hennar að hinu venjulega hlýja bliki. Samþykki hennar var honum sérstaklega mikilvægt, því hann bar í brjósti flóknar og viðkvæmar tilfinningar til Nastju. Þegar Vassílí Petrovits hafði tekið við forstj órastöðinni við heilsuhælið, hafði fyrirrennari hans sýnt honum bæði aðalbygginguna og hliðarálmurnar, og kynnt honum þjónustu og aðbúð alla í gestaherbergj unum. Að því loknu sýndi fyrirrennari hans honum snotran sumarbústað á einni hæð með flötu glerþaki. „Hérna ...“ Hann lauk ekki við setninguna, en gekk áfram og opnaði dyrnar. Hurðin var fóðruð með þykkum flóka og olíudúk. Fyrir henni var enskur lás. Fráfar- andi forstjóri bauð Vassílí Petrovits að ganga inn. Furuilminn lagði á móti þeim, þegar þeir komu inn í rúmgóða forstofu, og þaðan sá Vassílí Petrovits inn í stóra þriggja herbergja íbúð, sem í hans augum hafði stórborgarsvip. Inn um dyr til hægri handar sást á grænt billj ardborð. í fremsta herberginu — dagstofunni — stóð sj ónvarpstæki á gljáfægðu eikarborði. Upp við vegginn var mjúkur sóffi, og á miðju gólfi stóð spor- öskjulaga borð með þykkum, kögruðum dúk, umkringt blýþungum hæginda- stólum. Yfir borðinu glóði kristalslj ósakróna. Tvennar dyr lágu úr forstof- unni inn í hin herbergin, og í svefnherberginu gaf að líta mjúka svæfla í mjallahvítu, vandlega stroknu líni, og þaðan sást einnig í hornið á skrifborði í bókaherberginu, sem var lagt flosmiklu gólfteppi. Vassílí Petrovits varð dolfallinn yfir öllum þessum íburði. „Hinn friðhelgi varasjóður okkar,“ sagði fráfarandi forstjórinn með stolti. „Þetta er honum ætlað, ef hann kæmi.“ „Tja, það eru nú ekki miklar líkur fyrir því að slíkur maður komi hingað,“ TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 241 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.