Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 53
LJÓSIÐ Í GLUGGANUM
var ónotað í hinni tómu íbúð. Honum þótti leitt að sjá framreiðslustúlkurnar
fletja nefið á gluggum sj ónvarpsherbergisins. Það var tæplega nógu stórt
fyrir gestina. Þær rifust og þrifu hver í aðra og reyndu að kíkja á sjónvarps-
tjaldið, enda þótt myndirnar sýndust hallar og skakkar í gegnum gluggarúð-
una; og í séríbúðinni var fyrirtaks sj ónvarpstæki óhreyft. Allt þetta sótti svo
að Vassílí Petrovits, að hann gat ekki lengur borið sorg sína einn. Hann út-
hellti hjarta sínu yfir þernuna Nastju. Hann þóttist viss um, að þessi þögla,
hlédræga kona með svörtu, innstæðu augun færi ekki að bera þetta í neinn.
Hann sagði henni frá nýgiftu hjónunum og byggingameistaranum, en í hvor-
ugt skiptið sá hann neina samúð í hinum dökku augum Nastju, heldur andúð.
Þetta j ók aðeins enn meir á hryggð hans, og hvað eftir annað kvartaði hann
við hana yfir þessu í daufri von um, að hún myndi að lokum skilja hann. En
þegar hann sannfærðist um það, að jafnvel sjálfsfórn hans, þessi dáð hans,
hafði ekki slökkt stingandi ásökunarlogann í augnaráði Nastju, þá gerði hann
sér ljóst, að hann yrði að bera sinn kross einn.
Vassílí Petrovits skildi ekki Nastju. Það var vissulega ekki auðvelt að skilja
þessa hljóðlátu, heyrnardaufu, niðurbældu konu með þetta undarlega ljóta,
en samt sem áður aðlaðandi andlit. Vissulega var Naslja ljót, en þegar ein-
hver sagði: „Það er samt sem áður eitthvað við hana,“ þá samþykktu það
allir fúslega. Þegar á þetta var minnzt, þá tók fólk eftir hinum leyndu, undar-
legu töfrum Nastju. Samt voru þeir torskildir. Var það hið feimna og ung-
lega — þótt Nastja væri komin hátt á fertugsaldur — furðulega djúpa og
skarpa augnaráð hennar, eða hinn stolti höfuðburður hennar, eða eitthvað
annað? En Nastja var ekki alltaf þannig í framgöngu. Hún gat breytzt
skyndilega, svo að furðu sætti, og varð þá aftur að þessari lj ótu konu á óskýr-
greinanlegum aldri með fölt, veðurbarið andlit og stórar, vinnulúnar hendur.
Fyrir mörgum árum höfðu hinir furðulegu og brothættu töfrar Nastju heillað
ungan tamningamann á hestabúinu. En stríðið hafði komið, og hin eftir-
væntingarfulla brúður varð ekkja. Nastja varð ósátt við lífið, og hún var fram-
ar öllu öðru hrædd um, að hún yrði sökuð um linkind. Forstjórinn áleit það
einmitt ágætt.
Hún stóð vörð um réttindi sín: Að taka til frá klukkan níu til tíu á morgn-
ana — hvorki mínútu fyrr né seinna; að bera um heitt rakvatn nákvæmlega
klukkan hálfníu; að búa ekki um rúm — það áttu gestirnir sjálfir að gera. Ef
einhver gekk á þennan rétt hennar lýsti hún þegar í stað yfir: „Það er ekki
mitt verk!“ En einhvern veginn reyndist það svo, að Nastja bjó um rúm og
kom með heitt vatn þrisvar á dag, og gerði ótal margt annað, sem féll í raun-
243