Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inni ekki undir skylduverk hennar. Hún hefndi sín á sinn eigin hátt, og neitaði staðfastlega að taka við 10 og 25 rúblna seðlunum, sem gestirnir reyndu að lauma að henni, þegar hún fór. Við slík tækifæri gretti hún sig svo, að gest- irnir reyndu að muldra einhver afsökunarorð og kuðluðu peningana klaufa- lega í höndum sér, svo að enginn sæi. Ævi Nastju fékk allt annan svip, þegar hún tók að sér sumarbústaðinn. { fyrstunni fannst henni skipun forstjórans ganga freklega á rétt hennar, og hið dularfulla orð „hann“ hafði ekki hin minnstu áhrif á hana. En svo missti hún alla löngun til að mótmæla, þegar hún sá, hve allt var þar óviðjafnanlegt innan dyra. Þetta starf gaf lífi hennar nýjan svip og fyllingu. Nastja rækti þetta nýja starf sitt af brennandi áhuga. Smám saman gerði hún sér nákvæma hugmynd um útlit þessarar dásamlegu, þj óðsagnakenndu persónu, sem átti að koma hingað og ríkja yfir allri þessari dýrð. Hún áleit, að hann væri óvenjulegur maður, fremri öllum öðrum, úr því að honum var sýnd svo mikil virðing, að fólk hugsaði um hann hvern dag, hverja stund, þótt hann væri víðs fjarri. Og Nastja hafði ekki meiri gleÖi af neinu öðru en að sjá um þessi herbergi, sem hann átti að búa í. Hún vanrækti þó ekki önnur skyldustörf sín. Með óumbreytanlegri vandvirkni þvoði hún gólf í hliöar- álmunum, sópaði þau, hellti úr öskubökkum, fægði baðið og vaskana svo þeir skinu sem mjöll, skipti um vatn í vatnskönnunum, barði ryk úr gólfdreglun- um og bjó jafnvel muldrandi um rúmin. Allt þetta vann hún af vana; þetta var hið leiðinlega, daglega líf, sem alls ekki þurfti að vera til. Þegar röðin kom að hinni dásamlegu séríbúð, þá fylltist hún ástríðu, áhuga og vinnugleÖi. Þar urðu hin venjulegu skylduverk hennar að skapandi starfi. Það er mikill munur á, hvort gluggi er aÖeins þveginn eða hvort rúðurnar eru gerðar svo glærar og gljáandi, svo bjartar, að blámi himinsins, hinn hvíti litur snævar- ins og grænka furutrjánna streymi inn í herbergið; það er tvennt ólíkt að taka aðeins til í herbergi, eða finna hverju húsgagni sinn rétta stað, setja borðið á ská, en ekki of mikið, hagræða sj ónvarpstækinu örlítið, flytja blómin af teborðinu og yfir á sporöskjulaga borðið, og skapa samræmi í stað kaldrar skipulagningar. Næstum daglega fann Nastja, að eitthvað mætti betur fara, og í hvert skipti og forstjórinn kom til að líta eftir hinum tómu herbergjum þá fann hann til óljósrar ánægjukenndar. Hann tók ekki eftir breytingunum; allt virtist eins og það var áður, en hvað olli því, að ný gleði og aukin öryggistilfinning greip hann í hvert skipti og hann kom í þessi herbergi? En dagar, vikur og mánuðir liðu — og enginn kom. Ár leið, og síðan ann- 244

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.