Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 55
LJÓSIÐ í GLUGGANUM að. íbúðin var sem fyrr mannlaus og köld og beið eftir íbúum sínum. Hin ónotuðu húsgögn voru jafn gljáfægð og áður. Sj ónvarpstækið starði blindu auga út í bláinn; iðjulausar billjardkúlurnar virtust orðnar feitar og þung- lamalegar á grænu borðinu; og fyrir spegilinn fallega í útskorna rammanum bar ekkert mannsandlit annað en hið dökka andlit Nastju með skörpum, há- um kinnbeinunum og dökkum augum; og ekkert syfjað höfuð hafði hvílzt á mjallhvítu líni svæflanna. Þessi árangurslausa bið, gagnslausa vinna og tilgangslausi ákafi hvarf smám saman, og hugur Nastju fylltist gremju. Hún hafði verið blekkt, ekki af for- stjóranum — hvað varðaði hana um hann? Hún hafði verið blekkt af þeim, sem hún hafði beðið eftir með svo brennandi ákafa. Því lengur sem hugsun Nastju snerist um hinn væntanlega gest, sem aldrei kom, þeim mun erfiðari varð biðin. Og Nastja gat ekki, vildi ekki bíða leng- ur. Hún hætti að færa lil hluti í herhergjunum, og Vassílí Petrovits virtist sem hún hefði tekið að vanrækja skyldustörf sín. Hann strauk lófa eftir sjónvarpstækinu, eftir örmunum á stólunum, en fann hvergi hið minnsta ryk- korn. Hann nuddaði gluggarúðurnar, en þær voru svo vendilega þvegnar, að þær ískruðu undan fingrum hans. Hann stappaði á gólfdreglinum, og reyndi árangurslaust að þyrla upp örlitlu ryki. Hann gat ekki fundið að neinu, en samt var eitthvað að, og Vassílí Petrovits gretti sig. Fyrirlitning Nastju á hinum ósýnilega gesti óx, og fyllti hug hennar. Henni virtist það nú hið mesta óréttlæti, að þessi stóru herbergi, svo björt og loft- góð, og allir þessir fögru og eftirsóknarverðu hlutir væru fyrir hann einan. Kvöld eitt kom Vassílí Petrovits heim úr gönguferð, sem hann fór einn saman. Hann var í essinu sínu um miðnættið, þegar allt heilsuhælið og nær- liggjandi byggingar voru í djúpum svefni, og þegar hann þurfti ekki lengur að svara hinu eilífa kvahbi gestanna, þegar hvorki yfirhjúkrunarkonan, bryt- inn, bókhaldarinn, birgðavörðurinn, garðyrkjumaðurinn né eftirlitsmaður- inn, sem óvænt hafði komið frá ráðuneytinu ónáðuðu hann lengur, þegar hann átti ekki lengur von á símahringingu frá einhverju af nærliggjandi sam- yrkjubúum, sem alltaf þurftu á einhverju að halda hjá honum, eða þá frá konu sinni, sem aldrei gat skilið, að hann var forstjóri en ekki eigandi þessa heilsuhælis. Samt fékk hann alltof sjaldan notið slíkra ánægjustunda; venju- lega var hann svo þreyttur, þegar vinnudeginum lauk, að hann gekk þegar til hvílu. Nóttin huldi heilsuhælið myrkri, sem grænt skin nýs mána brauzt vart í gegnum. f þessari birtu virtist allt svo aðlaðandi, fallegt og fullt samræmis. 245

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.