Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 57
LJÓSIÐ í GLUGGANUM Petrovits séð föður þeirra, Stephan, niðursokkinn í billjardleik við bjart ljós tveggja ljósakróna. Hún hafði dirfzt, hún hafði brotið bannhelgina! Opinskátt og ögrandi hafði hún gengið inn í þennan töfraheim, hrifsað völdin sem væri hún réttilega að þeim komin, og jafnvel haft Stephan í fylgd með sér. Vassílí Petrovits vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og í fyrstu fannst honum sem hann sæi eitthvað mjög gott, réttlátt og æskilegt. En hann lyfti þegar upp annarri hendinni, og barði snöggt og fyrirskipandi á gluggann. Og síðan öskraði Vassílí Petrovits, ógnaði og stappaði fótum, frá sér af reiði, já, drukkinn af sínum eigin ofsa. Æði hans var slíkt, að það var sem hann ætlaðist til að gremja hans næði eyrum þess eina, sem hafði rétt til að vera hér, og hafði verið vanvirktur svo ruddalega. Það er vafasamt, að hann hafi heyrt til, en þau, sem svívirtu hann þannig, virtust ekki heyra reiðióp for- stjórans. Þau tóku börnin við hönd sér, og gengu framhjá Vassílí Petrovits með rólegum og ákveðnum virðuleik. Og þegar Vassílí Petrovits horfði í ströng og alvarleg andlit þeirra, þá var sem hann koðnaði allur niður. Hann þagnaði og undarleg, ný tilfinning bloss- aði upp í huga hans, og hríslaðist um hann allan fram í yztu fingurgóma, til- finning óbærilegrar fyrirlitningar á sjálfum honum. ,JLítératúrnaja Moskva“, II. 1956. Arnór Hannibalsson þýddi. 247

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.