Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 59
HIÐ ÍRSKA MAN um kynjamenn alla, og skilja þau þessa ræðu. Var Jórunn hvergi betur við hana en áður, en Höskuldur nokkru fleiri. Og litlu síðar, er Jór- unn gekk að sofa, togaði Melkorka af henni og lagði skóklæðin á gólfið. Jórunn tók sokkana og keyrði um höfuð henni. Melkorka reiddist og setti hnefann á nasir henni, svo að blóð varð laust. Höskuldur kom að og skildi þær.“ Afbrýði Jórunnar er lýst á hinn eftirminnilegasta hátt. Hún hefur fulla stjórn á tilfinningum sín- um, unz hún veit hver Melkorka er og hvernig Höskuldur bregzt við þeirri uppgötvun, að frilla hans er konung- borin. Þykkja Jórunnar er orðin nokkurra missera gömul. Það hatur, sem hún elur með sér í garð Mel- korku, fær að lokum útrás, er hún lemur hana í höfuðið með sokkum. Melkorka er þá að þjóna húsmóður sinni, hún krýpur við rúmstokkinn, þar sem Jórunn situr og smánar hana. En þótt aðstöðumunurinn væri slík- ur, hikar Melkorka ekki. Hún hefnir sín þegar, og högg hennar er enn þyngra en Jórunnar, því að blóð verður laust. Eftir þetta verður Hösk- uldur að láta Melkorku fara að heim- an. Hann fær henni bústað uppi í Laxárdal. „Þar heitir síðan á Mel- korkustöðum. Þar er nú auðn.“ Ekki hefur kotið verið of vænlegt til bú- skapar. í sögunni segir ekkert beinlínis um ást Melkorku á Höskuldi bónda, en þó mun höfundur ætlast til, að slíkt verði lesið í málið. Eftir brottförina frá Höskuldsstöðum helgar Melkorka Ólafi, syni sínum, alla ást sína og um- hyggju. En Höskuldur svífst þó ekki að valda henni vonbrigðum, er hann fær Ólafi fóstur með Þórði godda. Vakti það fyrir Höskuldi, að með því móti myndi Ólafur erfa Þórð. En Melkorka hefur annars konar skiln- ing á þessum fósturmálum: „Þetta líkaði Melkorku þungt, þótti fóstrið of lágt.“ Stórmennska hennar hefur ekki sett niður, þótt hún sé farin að hokra á smákoti uppi í Laxárdal, og daufleg hefur henni þótt vistin á Mel- korkustöðum, er Ólafur var farinn að heiman. Melkorka var hertekin fimmtán vetra gömul, og hún er enn ung kona, þegar Ólafur er að komast upp. „Mel- korka, móðir Ólafs, bjó á Melkorku- stöðum, sem fyrr var ritað. Höskuld- ur veik meir af sér umsjá um ráða- hag Melkorku en verið hafði. Kvaðst honum það þykja ekki síður koma til Ólafs, sonar hennar. En Ólafur kvaðst henni veita skyldu sína ásjá, slíka sem hann kunni að veita henni. Mel- korku þykir Höskuldur gera svívirði- lega til sín. Hún hefur það í hug sér að gera þá hluti nokkura, er honum þætti eigi betur.“ Þótt hér sé engan veginn ljóst að orði komizt, þá má fara nærri um, hvers konar afskipti Höskuldur vildi hafa af Melkorku. Orðið svívirðilega 249
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.