Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um. Hér er á ferðinni kona af göfug- um ættum, sem er hneppt í ánauð á viðkvæmum aldri, og hlýtur síðan illt viðurværi hjá mansala, unz hún er keypt til munaðar íslenzkum bónda og er gerð að hornreku hjá! konu hans. Saga hennar er ekki nema hálf- sögð, en í túnbrekkunni þennan fagra morgun slær skyndilega yfir hana miklu birti, og hún stendur oss ljós- lifandi fyrir sjónum og eyrum. Mel- korka hefur fengið mál. Hin hertekna kona kennir syni sínum móðurmál sitt, en stórlæti hennar bannar henni að skipta geði við aðra menn. Og þegar Höskuldur spyr hana að nafni, fer hún sér að engu óðslega. Þau setj- ast niður, og hún lætur sem nafn hennar komi honum lítið við: „Ef þú vilt nafn mitt vita,“ og við næstu spurningu gefur hún svar, sem er hvorutveggja í senn, hnitmiðað og þrungið af reynslu. Faðir hennar var konungur, en hún var hertekin fimmt- án vetra gömul. Andstæðan á milli æsku hennar og síðari ára er engu síður átakanleg fyrir þá sök, hve hóf- lega henni er stillt. Viðbrögð Hösk- ulds eru skiljanleg, en í málið getum vér lesið, hve lítilmannleg Melkorku hefur þótt þau. Hann flýtir sér inn til Jórunnar til að segja henni, hve ætt- göfug elja hennar er. Náttúrulýsingin er valin af ein- stakri alúð og listfengi: samtalið á sér stað árla morguns skömmu eftir sólarupprás, móðirin hefur tekið drenginn niður að læk við túnfótinn. Myndin er gerð í örfáum dráttum, og þó er það eitt atriði, sem hefur sér- stakt kynngimagn: lækurinn sem fell- ur fyrir túnbrekkunni. Hreyfing vatnsins, hið tæra iðandi vatn, bæjar- lækur, ljær fundi bóndans og hinni ungu og fjarlægu ástkonu hans full- kominn þokka. Þau setjast niður í brekkuna og hlusta á nið lækjarins, unz Melkorka játar nafn sitt og upp- runa fáum og fáguðum orðum. Annars staðar í íslenzkum bók- menntum bregður fyrir hliðstæðri mynd. íslenzkur bóndi er staddur austur í Svíþjóð, eins og Höskuldur var þegar hann finnur Melkorku, og þá dvelst hann með bónda, sem hefur herteknar konur á bæ sínum. Drop- laugarsona saga segir frá því, að Ket- ill þrymur er í hernaði á sumrum og á vetrum með Véþormi nokkrum á Jamtalandi: „Ketill var þar um vet- urinn með sina menn. Þar voru með Véþormi tvær konur ókunnar. Onnur vann allt það, er hún orkaði, en önn- ur sat að saumum, og var sú eldri. Hin yngri konan vann allt vel, en illa var þegið að henni. Hún grét oft. Þetta hugleiddi Ketill. Það var einn dag, er Ketill hafði þar litla stund verið, að þessi kona gekk til ár með klæði og þó, og síðan þó hún höfuð sitt, og var hárið mikið og fagurt og fór vel. Ketill vissi, hvar hún var, og gekk þangað og mælti til hennar: „Hvað kvenna ertu,“ sagði hann. 252

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.