Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rekkur Svanhildi við hárþvott: „Þá leit Jörmunrekkur konungur Svan- hildi, er hann reið úr skógi frá veið- um, hvar hún sat að haddbliki. Þá riðu þeir á hana og tróðu hana undir hestafótum til bana.“ Lýsingin á Arneiði, er hún þvær hár sitt og maður kemur á vit hennar, minnir á fræga frásögn í írskum forn- sögum. Fyrir um það hil áratug snar- aði ég nokkrum írskum sögum á ís- lenzku, og í inngangi hókarinnar gat ég þess, að lýsingin á Edaínu væri hin frægasta í írskum sögum, og birti ég þar þýðingu á þeirri frásögn. Þeg- ar Edaín kemur til sögunnar, er hún stödd við lind og er að losa á sér hár- ið til að þvo það. Þetta er mynd af ókunnri konu, og henni er nákvæm- lega lýst með augum manns, sem aldrei hefur séð hana fyrr. í íslenzk- um sögum hika höfundar við að lýsa kvenlegri fegurð í einstökum atrið- um, og engin lýsing er til í fornbók- menntum okkar, sem jafnast á við lýsinguna á Édaínu: „Hann sá konu við lindarbarminn. Hún hélt á silfur- kambi gullskreyttum og þó hár sitt úr silfurskál með fjórum gullfuglum á, og voru glitrandi gimsteinar af purpuralitum karbúnkúlus á skálar- börmunum. Hún var í voðfelldri purpuralitri skikkju af góðull, og gullstungnir silfurdálkar í, og serk af grænu silki, bryddum rauðagulli. Hin fegurstu skraut með dýramynd- um af gulli og silfri voru á brjóstum hennar, öxlum og herðum. Sólin skein á hana, og gullið sást glitra í sólskin- inu við grænt silkið. Hún bar tvær ljósgullnar fléttur, fjórþættar, og kúla á endanum á hverri fléttu. Hára- litur hennar var sem blómið á vatna- lilju um sumar eða gljáfægt rauða- gull. Hún var að losa um hárið til að þvo það, og armarnir komu fram um höfuðsmáttina. Hvítir sem ein- nætt m j öll voru úlnliðir hennar, bj art- ir og mjúkir. Skærir og unaðslegir voru vangar hennar, rjóðir sem fjallarós. Tennurnar hvítar sem perluél. Augun blá sem blágresi. Varirnar rauðar sem partverskt leð- ur. Háar og mjúkar, sléttar og hvítar voru axlir hennar, fagurhvítir lang- ir fingur. Hvít sem froða á öldufaldi var síða hennar, löng og viðkvæm, eftirlát og mjúk sem ull. Lærin hlý- mjúk og skærhvít. Hnén lítil, ávöl, harðhvít. Hælarnir jafnir og þekkir og fagrir aftan. Þótt mælistokk væri brugðið á fætur hennar, myndi eng- inn ágalli finnast. Mánaslikjuroða brá fyrir á göfugu andliti hennar, há- leitt stolt á mjúkri brá, ástargeisli í drottningaraugum. Spékoppar í kinn- um, sem brugðu skjótt litum og voru stundum rjóðar sem blóð, stundum fölvar sem hvítamjöll. Kyrrlát kven- leg tign í rödd hennar. Stöðugt, veglegt göngulag, drottningarskref. Hún var fegurst, yndislegust og full- komnust allra kvenna veraldar, sem augu manna hafa litið. Þeim fannst 254
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.