Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
rekkur Svanhildi við hárþvott: „Þá
leit Jörmunrekkur konungur Svan-
hildi, er hann reið úr skógi frá veið-
um, hvar hún sat að haddbliki. Þá
riðu þeir á hana og tróðu hana undir
hestafótum til bana.“
Lýsingin á Arneiði, er hún þvær
hár sitt og maður kemur á vit hennar,
minnir á fræga frásögn í írskum forn-
sögum. Fyrir um það hil áratug snar-
aði ég nokkrum írskum sögum á ís-
lenzku, og í inngangi hókarinnar gat
ég þess, að lýsingin á Edaínu væri
hin frægasta í írskum sögum, og birti
ég þar þýðingu á þeirri frásögn. Þeg-
ar Edaín kemur til sögunnar, er hún
stödd við lind og er að losa á sér hár-
ið til að þvo það. Þetta er mynd af
ókunnri konu, og henni er nákvæm-
lega lýst með augum manns, sem
aldrei hefur séð hana fyrr. í íslenzk-
um sögum hika höfundar við að lýsa
kvenlegri fegurð í einstökum atrið-
um, og engin lýsing er til í fornbók-
menntum okkar, sem jafnast á við
lýsinguna á Édaínu: „Hann sá konu
við lindarbarminn. Hún hélt á silfur-
kambi gullskreyttum og þó hár sitt
úr silfurskál með fjórum gullfuglum
á, og voru glitrandi gimsteinar af
purpuralitum karbúnkúlus á skálar-
börmunum. Hún var í voðfelldri
purpuralitri skikkju af góðull, og
gullstungnir silfurdálkar í, og serk
af grænu silki, bryddum rauðagulli.
Hin fegurstu skraut með dýramynd-
um af gulli og silfri voru á brjóstum
hennar, öxlum og herðum. Sólin skein
á hana, og gullið sást glitra í sólskin-
inu við grænt silkið. Hún bar tvær
ljósgullnar fléttur, fjórþættar, og
kúla á endanum á hverri fléttu. Hára-
litur hennar var sem blómið á vatna-
lilju um sumar eða gljáfægt rauða-
gull. Hún var að losa um hárið til að
þvo það, og armarnir komu fram
um höfuðsmáttina. Hvítir sem ein-
nætt m j öll voru úlnliðir hennar, bj art-
ir og mjúkir. Skærir og unaðslegir
voru vangar hennar, rjóðir sem
fjallarós. Tennurnar hvítar sem
perluél. Augun blá sem blágresi.
Varirnar rauðar sem partverskt leð-
ur. Háar og mjúkar, sléttar og hvítar
voru axlir hennar, fagurhvítir lang-
ir fingur. Hvít sem froða á öldufaldi
var síða hennar, löng og viðkvæm,
eftirlát og mjúk sem ull. Lærin hlý-
mjúk og skærhvít. Hnén lítil, ávöl,
harðhvít. Hælarnir jafnir og þekkir
og fagrir aftan. Þótt mælistokk væri
brugðið á fætur hennar, myndi eng-
inn ágalli finnast. Mánaslikjuroða
brá fyrir á göfugu andliti hennar, há-
leitt stolt á mjúkri brá, ástargeisli í
drottningaraugum. Spékoppar í kinn-
um, sem brugðu skjótt litum og voru
stundum rjóðar sem blóð, stundum
fölvar sem hvítamjöll. Kyrrlát kven-
leg tign í rödd hennar. Stöðugt,
veglegt göngulag, drottningarskref.
Hún var fegurst, yndislegust og full-
komnust allra kvenna veraldar, sem
augu manna hafa litið. Þeim fannst
254