Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 73
ESPERANTO SEM ÞÝÐINGAMAL skolast eitthvað til á þeim ferli. Einkum mun þetta eiga við um Ijóð. Oftast eru þýðingar gerðar af erlendum mönnum, misjafnlega færum í viðkomandi tungumálum. Hér gegnir þó sérstöku máli um þýðingar á esperanto. Þær eru langoftast gerðar af mönnum, sem eiga viðkomandi mál að móðurmáli, en hafa lært esperanto til hlítar. Er þeim því ætlandi, að gera sem nákvæmastar og beztar þýðingar, þar sem þeir þýða nær undantekningarlaust úr móður- máli sínu. Því er það, að esperantoþýðingar eru að öllum jafnaði trúverðug- astar þýðinga. Það virðist því mjög svo eðlilegt að þýða skáldverk eftir þýð- ingum þeirra á esperanto, ef þýðandinn þekkir ekkert til frummálsins, en kann esperanto. Ég ákvað því að gera eftirfarandi tilraun. Ég valdi eitt gott ljóð eftir ís- lenzkt nútímaskáld, þýddi það á esperanto, sendi síðan þýðinguna til ensku esperanto-skáldkonunnar Marjorie Boulton og bað hana að þýða á ensku. Varð hún fúslega við þeirri bón. Læt ég þýðingar þessar ásamt frumtextanum fylgja hér á eftir. Geta lesendur dæmt um, hvernig til hefur tekizt. Óþarft er að geta þess, að Marjorie Boulton kann ekkert í íslenzku. TRÉÐ (eftir Þorstein frá Hamri) Ég spurSi ekki hvort hann væri mér ætlaður: veruleik- inn, þetta tré sem heitir mér víndögg af laufum sem á morgun skrælna og falla handa snjónum. ESa þessi guli vegur sem liggur inní forsæluna einsog opinberun einhvers eSa einskis. Ég hafði vænzt þess að vera forðað frá allri hugsun og búa framvegis við óráðinn draum. Þeyr í tóminu: hann andar burt hismi rúmsins: löndum höfum sól túngli mönnum. Ég er neyddur til að greina háreysti lestar í fjarska. Og að lokum neyðist ég til að bíða hennar og leita nátt- staðar undir trénu; og skoða tréð. 263

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.