Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 77
UMSAGNIR UM BÆKUR — oft heila blaðsíðu með einni vísu, enda er ekki um að ræða stuttarlegar orðaskýr- ingar, en öllu heldur smáritgjörðir. Fáir núlifandi íslendingar munu vera iiöfundi þessarar bókar fundvísari á réttu orðin hverju sinni, og ætli nokkur okkar samtíðarmanna þekki betur sveigjanleik og þanþol íslenzkrar tungu eða kunni betur að nýta þá eiginleika móðurmálsins? En þrátt fyrir þessa fjölbreytni er höfuðauð- kenni stílsins látleysi auk óbrigðullar sam- kvæmni og skýrleika. Slíkur stíll er líf- trygging ritverks í bókmenntunum, — enda er fátt vissara en snar dauði hinna sem merkt eru belgingi og tilgerð (það ættu þeir að hugleiða sem sífellt eru að dytta að minnisvarðanum sínum). Glettni er ekki lítill þáttur þessarar ritlistar og iiggur ekki ávallt á yfirborðinu. í einu tilviki mætti vera að höfundur stríddi lesendum sínum um skör fram, —- þar sem hann segir frá því hvernig fór fyrir Attilu Húnakonungi í síðasta brúðkaupi hans (sjá málsgrein þá sem byrjar efst á 102. bls.). Hvemig á mönnum að koma í hug að þeir þurfi að fletta orðinu svejni npp í forníslenzkri orðabók? (Blöndalsorðabók nægir að vísu). Höfundur neytir íþróttar sinnar og snar- ar í bundnu máli þeim dæmum sem hann tekur úr erlendum ljóðum: kafli af Angur- ljóðum Deors, tvö erindi úr Niflungaljóð- um, nokkur vísuorð úr Bjólfskviðu. Þetta hefði mátt vera meira, en þarna verður að hlíta úrskurði höfundar sem heldur sig innan takmarka verksins. Leturval, uppsetning og prentun er hlut- aðeigendum til sóma og var þó allt annað en vandalaust verk eins og efninu er háttað. Ekki spilla myndir af fomum hvalbeins- og tréskurði með söguefni úr kviðunum tveim- ur. Loks er prýðileg kápa með mynd eftir Jóhann Briem. Þess má geta að mikill hörgull er á prent- vilium í þessari bók — sem og í öðrum rit- verkum höfundar — og er hún að því leyti dálítið óþjóðleg. Bjarni Einarsson Gunnar Benediktsson: Skriftamál uppgjafaprests Heimskringla, Reykjavík, 1962. ppgjafapresturinn getur þess í for- málsorðum fyrir Skrijtamálum sínum að í bókinni komi hann til dyranna ná- kvæmlega eins klæddur og hann var á hverj- um tíma í þann tíð er ritgerðir þessar urðu til, og einnig þess að ,.fátt geti nú öllu hégómlegra en sumt af því, sem hér er tekið til meðferðar í hákirkjulegum helgitóni", og hefur mörgu verið logið meir, ef litið er á elztu ritsmíðar bókarinnar. Þær, sem sak- ir snerpu og leitandi hugsunar væru raun- ar ofvaxnar öllum prestum landsins í sam- einingu, svo nú sem þá, og raunar til sæmd- ar mörgum miðlúngsmanni, eru þrátt fyrir það nánast barnalegar miðað við þær ýngri sem lýkur með snilldaruppgjöri við hræsnis- fuUt umhverfi, guð þess og hermenn hans: Skriftamálum uppgjafaprests, sömdum og fluttum 1932. Ritgerðir þessar verða ekki lesnar án hliðsjónar af þeim þjóðfélagslegum og póli- tískum umbrotum sem gerðust á því tíma- bili er ritun þeirra stóð yfir; og þótt það sé leingstaf presturinn sem á pennanum held- ur, þá er trúarbragðalegt viðfángsefni rit- gerðanna ævinlega samofið pólitískri bar- áttu þessara ára — og háð húmanistísku viðhorfi Gunnars. Sem starfandi klerkur er Gunnar í sífelldri leit að sannleikanum — ekki sannleikanum sem skorpnu slagorði kirkjunnar þjóna, sannleikanum sem hinir vígðu þykjast að jafnaði hafa fundið í Kristi og eru þar með hólpnir — heldur 267
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.