Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 79
UMSAGNIR UM BÆKUR hversu hann lagði sig í línm til að „ná til fólksins": „1924 náði ég hámarki viður- kenningar í prestslegu starfi, og þá sökk ég dýpst í prestslegt siðleysi". Þá segir og frá kosníngum til alþíngis og baráttu höfundar við hlið Framsóknarmanna í Eyjafirði, þarsem hann „hafnaði alltaf í sósíalisma“. Og allt breyttist á ný. „Orðalagið á ræðum mínum fór að verða minna kirkjulegt en áður.“ Um síðir kemur þar að presturinn til Grundarþínga er orðinn „forhertur mað- ur í guðleysinu": hættur að tala um guð og Jesú Krist í ræðum sínum en útlistar því meir um skaðsemi fátæktar, — og er tek- inn að „hata alla viðkvæmni, sem bannaði mönnum að taka föstum tökum á hlutun- um“. I lok ritgerðarinnar stendur Gunnar Benediktsson á Prestafélagsfundi og er sú sviðsmynd líklega minnisstæðust þeirra sem upp eru dregnar í bókinni; hann hef- ur tekið höndum saman við aðra stéttar- bræður til vitnis um að þeir sameinist allir í baráttu fyrir málefni Jesú Krists. „Að því búnu lögðu allir aftur augu sín, og forseti flutti bæn. — Ég lét ekki aftur augun.“ Og þarna stendur hann, fyrrverandi prestur til Grundarþínga, hneykslispresturinn Gunnar Benediktsson sem fyrrum var á Saurbæ, og virðir fyrir sér ýmsa tilburði viðstaddra sem eru að tala við guð og hafa allir aftur augun. Sjálfur hefur hann augun opin, og hjarta hans er „fullt af syndsamlegum hug- renníngum" : hann sér í anda þær þúsundir sem hrynja niður úr húngri í sama mund og matvælum er brennt og þjónar guðs tala við guð í skrauthýsum veraldarinnar, „allir með lokuð augu. Þannig leggja hermenn guðs út í stríðið mikla.“ Tímarnir hafa breytzt síðan innihald bókarinnar Skriftamál uppgjafaprests var hugsað og skráð. Viðkvæmni fólks fyrir trúmálum hefur rénað og þau mál valda ekki stórvægilegum stympíngum í ræðu né riti. En bæjarstjómaríhaldið 1932 er ekki eitt um að hafa reynt að merja í gegn sigra sína með guðs hjálp. Enn reyna pólitískir gapar að skírskota til „trúarljóssins" í hátt- virtum kjósendum með næsta sjúklegum hætti, og gerast fá andmæli af hálfu her- manna guðs þótt þeir sjái auðvaldið beita mannssyninum fyrir áróðursvagn sinn. Væri á allau hátt betur, ef þeir skriftlærðu hefðu vit og þrek til að draga konúng sannleik- ans útúr köikuðum múrhýsum trúarbragð- anna og íhuga málefni hans og heimsins að dæmi Gunnars Benediktssonar. Þorsteinn frá Hamri. Gráskinna hin meiri Útgefendur Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson. NÚ er liðinn réttur hálfur fjórði áratug- ur síðan fyrsta hefti Gráskinnu hinnar gömlu kom út, en hún var gefin út í fjórum heftum á árunum 1928—36. Um þær mund- ir voru bækur miklum mun færri á Islandi en nú er, og þó hefur vafalaust verið lesið meira þá en í bókaflóðum síðari ára. Grá- skinna var mikill aufúsugestur á mörgum heimilum, enda birti hún girnilegt lesefni og útgefendur hennar eru í hópi færustu og vinsælustu rithöfunda þjóðarinnar. Engu vil ég spá, hvernig hinni nýju Gráskinnu verður tekið, en ekki verða þeir Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson sakaðir um, þótt færri lesi sögur þeirra nú á tímum en á áratugnum fyrir síðustu heimsstyrjöld. Til þess liggja aðrar ástæður, og er ekki tilefnislaust, að þeirra verði hér að nokkru getið. Sú þjóð, sem mest hefur gert að því að gera sér mat og fé úr hindurvitnum og al- þýðlegum frásögnum, eru Bandaríkjamenn. Ósvífnir fjárplógsmenn raka saman millj- örðum króna með því að gera og selja kvik- 269
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.