Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR myndir um rauðskinna, þjóðsagnakennda glæpamenn, útilegumenn á 18. og 19. öld, nautreka, yfirnáttúruleg fyrirbæri, nýtízku galdramenn og ýmis önnur efni, sem eiga einkum heima í alþýðlegum frásögnum. Sh'kar þjóðsagnamyndir telja Bandaríkja- rnenn sjálfir hinn æskilegasta útflutning, og markaður fyrir þær er tryggður víða um heim með linnulausum áróðri, svo sem hók- um og myndablöðum, og til að ná valdi yfir hugum ungra barna, þá selja leikfangahúð- ir gervibyssur, sem minna á morðtækin gegn Indíánum, og auk þess allskyns bún- inga af því tæi, sem rauðskinnar og naut- rekar notuðu einna helzt. Börn eru hvött til að fara í rauðskinnaleik, og er þá stillt svo til, að nautrekar þykjast drepa hina. Þegar börn eru komin á þann aldur, að þeim er leyft að sækja kvikmyndahús, þá eru þad nautrekamyndir, sem heilla hug þeirra. Markaður fyrir slíkar myndir er tryggður með einhverjum grimmilegasta á- róðri og óskammfeilnustu áhrifum á barns- sáiina, sem um getur í sögu mannkynsins. Börnum er kornungum innrætt, að rauð- skinnar séu menn réttdræpir, nema lielzt þeir, sem svíkja þjóð sína og ganga á hönd óvinunum. En í öllum þessum myndum rík- ir æsing og morðfýsni, sem eitrar unga barnshugi. Rauðskinnamyndir eru oft gerð- ar af svo ísmeygilegri tækni, að börn verða sólgin í að sjá þær, á svipaða lund og menn venjast á eiturlyf. Nú hafa íslendingar nóg af þjóðsögum og ættu því ekki að þurfa að sækja þær til frumstæðra auðsafnara vestur á Kyrrahafs- strönd. Þó hef ég oft séð nautrekamyndir auglýstar í reykvískum blöðum. Hitt tekur þó út yfir allan þjófahálk, að ríkisstjómin virðist hafa tekið vestrænar myndir af þjóð- sögum og hryllingssögum upp á dagskrá sína. Ríkisstjórn íslands hefur látið setja upp sjónvarpsstöð á Miðnesheiði, og er sjónvarpað þaðan handarísku efni til Reykjavíkur, Keflavíkur og annarra ná- lægra staða. Miðnesheiði er vel fallin til að ná til margra Islendinga, því að skammt er þaðan til fjölbýlustu byggða landsins. Ekki hef ég sjálfur séð dagskrá þessa sjónvarps, en ég hef það eftir góðum heimildum, að allt tal sé þar á ensku og mikið af efninu sé komið frá Hollywood, einni mestu af- siðunarstöð heimsins. Nú geta reykvísk börn vanizt af Fjalla-Eyvindi og Ilöllu og vanizt á bandaríska auðnuleysingja, sem lentu í útlegð og stálu kúm og drápu fólk. Islenzkir draugar verða nú kveðnir niður til fulls, og í staðinn er ungdómurinn lát- inn venjast að htigsa um amerískar vofur, sem ganga ljósum logum um hýbýli manna. I stað ævintýra eiga börnin að fara að fylgjast með frásögnum af hnattferðum og ýmiss konar sögum af yfirmennum, sem brjóta öll náttúrulögmál, en hegða sér þó ekki á jafnfágaðan hátt og hetjan í ævin- týrinu. Sú óheillatrú virðist nú hafa fest rætur með sumum ráðamönnum á Islandi, að vér verðum að losa okkur við öll íslenzk sér- kenni í því skyni að tolla þeim mun trúleg- ar aftan í hinum vestrænu þjóðum. Sjón- varpsfyrirtæki stjórnarinnar virðist stafa af slíkri afstöðu til íslenzkrar menningar. Með sjónvarpi á ensku og með amerísku efni gera slíkir menn sér vonir um að hægt verði að afsiða þjóðina á örfáum manns- öldrum, ef fast er fylgt á eftir. En sem betur fer, þá er mikil andstaða gegn þess- ari ómenningarviðleitni. Fólk neitar að fá sér sjónvarpstæki og því eru það miklum mun færri börn, sem venjast amerísku hryllingssögunum, en búast mætti við að óreyndu. Vonandi harðnar andstaðan gegn sjónvarpinu svo mikið, að stöðin verði lögð niður. Gráskinna hin meiri býður lesendum ekki sögur á borð við amrískar myndir af úti- legumönnuin, vofum og draugavísindum. 270
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.